Rise of Skywalker teiknimyndasagan

Í Star Wars heiminum hefur aðlögun teiknimyndasagna að kvikmyndunum skipað ríkan sess frá árinu 1977 þegar fyrsta Star Wars teiknimyndasagan var skrifuð. Það var því mjög mikilvægt þegar Marvel tilkynnti að síðasta Star Wars myndin um sögu Skywalker yrði gerð.

Sagan er skrifuð af Jody Houser og myndefni gerði Will Sliney og um kápu sér Phil Noto. Sagan mun koma í maí og mun hafa senur sem ekki sjást í myndinni.

High Republic

Nú þegar Skywalker sagan er búin, þá velta margir fyrir sér hvað tekur við. Disney er með nokkur járn í eldinum og í ágúst á þessu ári kemur út ný syrpa af bókum sem nefnist High Republic. Bækurnar gerast 200 árum áður en Phantom Menace.

Þetta er tímabil þegar Galactic Republic og Jedarnir eru upp á sitt besta. Það er vonandi eitthvað sem við munum eiga von á að sjá í bókunum þegar Jedarnir voru sannir verndarar friðar og réttlætis. Lesendur munu geta séð nýtt sjónarhorn á vetrarbrautina í viðburðarríkum sögum. Við munum læra um hvað það er sem hræðir Jeda.

Þetta var gullöld þeirra og tími útvíkkunar í ytri geimnum. Þetta er tímabil sem ekki mun verða í neinni kvikmynd og því fengu rithöfundar eins og Claudia Gray, Daniel Jose Oliver, Justina Ireland, Cavan Scott og charles Soule frjálsar hendur við að skapa nýjan heim sem við munum sjá í bókum fyrir fullorðna, unglinga og börn.

Fyrsta bókin mun koma í ágúst á þessu ári og nefnist hún Light of the Jedi.

Light of the Jedi

Bækurnar í High Republic bókaflokknum:

The Mandalorian verður á D23

Við munum sjá brot úr sjónvarpsþáttunum á D23. Það verður sýnt á Disney+ föstudaginn 23.ágúst klukkan 15:30 í Hall D23. Það verður John Favreau framleiðandi þáttanna ásamt Dave Filoni sem er rithöfundur og leikstjóri í þáttunum munu kynna það ásamt öðrum gestum.

Kynningin mun sýna okkur úr þáttunum um mannaveiðarann Mandalorian á ferðum sínum til ytri marka vetrarbrautarinnar.

Star Wars Galaxy´s Edge kemur í sumar

Ert þú tilbúin að upplifa þína eigin Star Wars sögu ? Í sumar þá gefst það tækifæri. Því þá kemur Galaxy´s Edge til Disneyland Resort í Kaliforníu og til Walt Disney Resort Flórída í haust. Það er til margs að vænta í þessari Star Wars upplifun og ætlum við að kíkja á það helsta í þessari grein.

Galaxy´s Edge er einn stærsti skemmtigarður í sögu Disney Parks, eða um 14 ekrur sem rúmast á við lítinn bæ. Galaxy´s Edge gerist í framhalds þríleiknum sem við þekkjum með BB-8, Finn, Poe og Rey og er þau öll að finna þar. Í hvaða formi á þó enn eftir að koma í ljós. En leikararnir í myndinni verða þar í einhverri mynd.

Þar er einnig að finna Millennium Falcon í geimævintýri sem kallast Smugglers Run. Þar geta 6 manns rúmast innan geimskipsins og flogið því um himingeiminn og barist við TIE orrustuflaugar. Þar er líka að finna Rise of the Resistance þar sem það er þitt tækifæri á að taka þátt í uppreisninni sem er með bækistöðvar fyrir utan markaðinn í Black Spire.

Black Spire Outpost er nafnið á bænum í skemmtigarðinum. Nafnið er af steinum sem eru í miðjum bænum sem voru trjáspírur fyrir hundruð þúsund árum. Þaðan kemur nafnið Black Spire. En hvað er að finna í Black Spire Outpost ?

Þar er að finna marga hluti sem við þekkjum úr Star Wars myndunum. Þar sem markmið Galaxy´s edge er að þú upplifir þína eigin Star Wars sögu, þá gætir þú fundið marga af þeim hlutum sem er nauðsynlegir fyrir góða Star Wars sögu þar.

Þú gætir farið í Black Spire Outfitters og fundið rétta klæðnaðinn til að verða Jedi og í verkstæði Saul´s gætir þú sett saman geislasverð sem er með Khyber krystal. Í Droid Depot getur þú fengið þitt eigið BB eða R2 vélmenni. Ef þig vantar gæludýr eins og TaunTaun, Rathar og fleiri, þá er þau að finna í Binas Creature Stall. Binu finnst gaman að ferðast um himingeiminn og safna dýrum og koma með þau aftur til Black Spire.

Hver man ekki eftir Bláu mjólkinni sem Aunt Beru bar fram í New Hope. Það verður hægt að fá sér drykk af henni ásamt Grænni mjólk sem eru gerð af plöntumjólk. Ekki er um eiginlega mjólk að ræða.

Spurning sem margir gætu haft er hvernig finnur maður alla þessa hluti sem eru þarna. Svarið felst í Play Disney Parks appinu sem breytist í Star Wars stillingu þar og opnar nýja möguleika til þess að upplifa umhverfið. Þessi Star Wars upplifun býður upp á marga hluti.

Gleðilegt nýtt ár

Nú styttist í Star Wars Celebration sem haldið verður í Chicago þann 11.-15 apríl. Það er enginn annar en Warwick Davis sem verður kynnir á Celebration. Aðdáendur myndanna þekkja hann sem Wicket úr Return of the Jedi. Hann hefur einnig leikið í Rogue One:A Star Wars story, Last Jedi og Solo:A Star Wars Story, en í þeirri mynd lék hann Weazel. Aðrar myndir sem hann hefur leikið í eru Willow og Harry Potter myndirnar.