Þegar ég var strákur þá var ég svo heppinn að eignast þessa íslensku sögubók um “fyrstu” Star Wars myndina. Það hefur alltaf verið gaman að glugga í hana og skoða.
Sérstaklega eru það íslensku heitin á persónunum sem eru áhugaverð eins og Lilja Ósk, Loðinn og Tjörvi stórmoffi.
Þó að kvikmyndirnar séu í fríi er allt á fullu í þáttagerð. Þar má nefna, þriðju seríu af Mandalorian en önnur í þeim flokki kláraðist um jólin: Ashoka og Boba Fett sem báðar gerast á sama tíma og Mandalorian. Að auki er Obi Wan Kenobi þáttaröð væntanleg en hún fer fljótlega í tökur, eftir heilmiklar tafir sökum heimsfaraldurs og endurskrifum á handriti. Síðast má en ekki síst, er líka væntaleg og hefur verið í býgerð lengi, þáttaröð um Cassian Andor en það er forsaga sem gerist á undan Rogue One. Allar þáttaraðirnar verða sýndar á streymisveitunni Disney Plus en þegar eru fyrstu tvær af Mandalorian, auk fjölmargra teiknimyndasería.
Fyrir utan þáttaraðirnar, var svo að hefjast næsta skeið í Stjörnustríði eftir að Skywalker sögunni lauk með níundu myndinni, The Rise of Skywalker. Það er The High Rebulic, sem gerist reyndar fyrst í tímaröðinni, löngu á undan Skywalkers og fyllir í skarðið, sem Old Republic serían hafði en hún flokkast nú undir legends en ekki “canon.”
Legends eru sögurnar sem gerðar eftir ýmsa höfunda sem gerðust hvað flestar eftir Skywalker sögu myndunum og áður en Disney keypti Lucasfilm af George Lucas, hönnuði Star Wars. “Canon” er í raun því bara það sem er að gerast í núverandi söguheimi og margt úr gömlu legends hefur fengið að fljóta með inn í þetta nýja, hvort sem það eru bækur eða tölvuleikir. Það er því að nóg af Stjörnustríði, gamalt sem nýtt og eitthvað fyrir alla aðdáendur. Sannkallað veisluborð.
Listi yfir allar myndasögur, bækur og sýnishorn, auk, loka þáttaraðarinnar í The Resistance og nýju Mandalorian þáttaröðinni ásamt The Jedi Fallen Order leiknum, sem er væntanlegt áður en The Rise of Skywalker verður sýnt 20.desember en hún verður sýnd hér á landi, þann 19.desember.
Á San Diego aðdáendaráðstefnunni voru tilkynntar nokkrar væntanlegar myndasögur og bækur, þar á meðal þær sem tengjast lokamynd Skywalker sögunnar. Fyrsta ber að nefna myndasöguflokkinn Allegiance og má sjá tilkynninguna hér fyrir neðan.
Einnig var tilkynnt um myndasöguseríuna The Rise of Kylo Ren, sem fjallar um það sem gerðist nákvæmlega í Jedi skólanum og fáum við auk þess að kynnast Knights of Ren. Serían er vætnanleg í desember, sama mánuð og myndin er frumsýnd.
As just announced, I am writing THE RISE OF KYLO REN – a limited series comic launching in December, just before Episode IX.
You know the one story everyone’s dying to see, about Kylo and the Knights of Ren? That’s this.
Listinn er engan veginn tæmandi og vísast fleiri væntanlegar bækur en bili, má hér nefna myndskreytta orðabókina sem fylgir myndinni og kemur út sama dag og myndin.
Búast má við fleiri fréttum á Disney ráðstefnunni í ágúst. Þar verður meðal annars sýnt myndband úr gerð The Rise of Skywalker.