Áhugaspunar

Fanfiction eða áhugaspunar, er stórskemmtileg leið til að bæta við upplifun manns af meðal annars Star Wars heiminum, ef manni nægir ekki allt aukaefnið (bækur, myndasögur, tölvuleikir osfrv.) sem til er.

Það skemmtilega við áhugaspuna er að þar eru oft skoðaðir möguleikar sem er einfaldlega ekki hægt að gera í “cannon” efni og sérstaklega eru vinsælir AU (Alternative universes) þar sem mikið af manns ástsælustu persónunum fá að lifa og jafnvel fá hamingjusamt líf eða algerlega á hinn veginn, allt fer til fjandands….

Hérna eru þeir spunar (á ensku) sem ritstjóri mælir með (aðallega AU, Kylo Ren/Ben Solo, Darth Vader/Anakin Skywalker, fjölskyldusögur), auk spunanna sem ritstjóri er sjálfur að skrifa fyrir þá sem hafa áhuga.

En þetta er auðvitað bara smjörþefurinn af því besta sem völ er á í áhugaspunaheiminum, þar sem þetta er bara persónulegur smekkur ritsjóra og meira hugsað til þess að kynna fólk fyrir þessum heimi eða nýjum sögum. Listinn er því langt frá því tæmandi og verður uppfærður…

Spunar (mælt með á fanfiction.net)

Kylo Ren

The Cruel Path Home (drama, AU – enn í gangi)

Eftir að Kylo Ren tapaði fyrir Rey, ákveður hann að fara frá Snoke og finna aðra leið til þess að koma jafnvægi á í alheiminum, með því að hafa samband við Leiu en gallinn er sá að hann er ennþá darkside og því ekki orðinn sonur hennar Ben Solo. Ótrúlega vel skrifuð saga á svo flottu máli sem er enn í gangi.

Hug Therapy (kómedía, kláruð)

Finn endar óvænt á því að detta og faðma Kylo Ren og það kemur í ljós að það er einmitt það sem hinn skapvondi “dark Jedi” þarf á að halda til að komast í gegnum daginn.. Mjög skemmtilega skrifuð.

Darth Vader/Anakin Skywalker

Rebirth (kómedía-drama, AU – enn í gangi)

Kylo Ren náð að endurlífga afa sinn og þeir hitta Han Solo og Rey…frábær fjölskyldusaga sem er enn í gangi.

A simple twist of fate (drama, AU – kláruð)

Æðisleg fullkláruð saga skáldsögulengd (yfir hundrað stuttir kaflar!) um það hvað ef Darth Vader hefði vitað af Luke og Leiu þegar þau voru tíu ára og Padmé er meira segja á lífi en í felum. Frábærlega vel skrifuð og svo krúttleg en líka angistarfull!

 

Spunar ritstjóra (á ensku – fanfiction.net)

Kylo Ren/Ben Solo (AU)

Ben Awakens (kómedía, AU – enn í gangi)

Snargeggjuð saga þar sem ritsjóri “endurskrifar” Force Awakens með það í huga að Ben Solo hafi tekið yfir Kylo Ren (en þeir eru sitthvor persónuleikinn í sögunni) með það markmiði að komast aftur til fjölskyldu sinnar. Það er ekki eins auðvelt og Ben hélt og því gengur allt á afturfótunum hjá honum… Komnir 16 kaflar af cirka 30.

Pull to the smallside (drama-kómedía, AU – kláruð en er að vinna í framhaldi)

Sagan er í raun allsherjar therapía fyrir harmræna atriðið í Force Awakens, þar sem ein af manns ástsælustu persónunum úr gömlu myndunum er drepin (Ben Awakens er það í raun líka). Í þessari sögu er hann ekki drepinn heldur í staðinn breytir mátturinn Kylo Ren/Ben Solo í lítinn krakka sem man ekkert hver hann var…

Sagan er 14 kaflar og fer aðeins lengra en Force Awakens endaði.