Nýjar myndasögur og hvernig Batuu var gerð

Í Starwars þættinum þessa vikuna var meðal annars kynntar nýjar myndasögur, Rebels and Rogues sem gerist á milli New Hope og Empire Strikes back og sýnir frá því þegar að keisarinn og Vader eru að reyna finna Luke.  Að auki voru forsíðurnar af væntanlegum sögum úr Age of Resistance og ný myndasaga, C3P0 líkar ekki sandur, sem er fyrir yngstu lesendurnar.

Einnig var sýnt er frá því hvernig plánetan Batuu var gerð eða öðru nafni skemmtigarðurinn, Galaxy Edge og fjallað um væntanlegt Celebration í Anaheim 2020.

Peter Mayhew látinn (19.maí 1944,- 30.apríl 2019)

Peter Mayhew sem þekktastur var fyrir hlutverk sitt sem Chewbacca í gömlu Stjörnustríðsmyndunum, í lokamyndinni í forsögunni (The Revenge of The Sith) og í fyrstu myndinni nýja þríleiknum, The Force Awakens (1977-2015); áður en Jonas Suutamo tók við, léts á heimili sínu, 30.apríl, í faðmi fjölskyldunnar. Hann var 74 ára að aldri.

Sjónbrellurnar í A New Hope

Á þessu ári eru um 41 ár frá því að fyrsta Star Wars myndin A New Hope kom í kvikmyndahús. Það er langur tími og margt hefur breyst í gerð kvikmynda síðan þá. Í dag spila tölvur stórt hlutverk í því hvernig brellur í kvikmyndum eru búnar til. Þegar A New Hope var gerð voru engar tölvur eins og við þekkjum þær notaðar.

Sjónbrelluiðnaðurinn var eiginlega ekki til, enn í dag geta sjónbrellur spilað stórt hlutverk í vinsældum mynda. Hægt er að líkja sjónbrellum við töfra, því þær geta kallað fram hluti sem eru úr öðrum heimi á hvíta tjaldinu þegar horft er á kvikmynd. Hvernig geta geimflaugar flogið í geimnum eins og við sjáum í Star Wars, hvort sem það er Fálkinn, eða X-vængja.

Þannig er hægt að segja að sjónbrellumeistaranir séu í hlutverki töframanna sem búa til brellurnar sem við sjáum í kvikmyndum og þær geta sýnt okkur annan heim með t.d. Jedum sem geta notað máttinn. Það er einmitt markmið sjónbrellumeistarana að gera og láta hlutina líta út eins og þeir eru í öðrum heimi, því að áhorfendur gera miklar kröfur og þeir vilja fá það sem þeir borguðu fyrir miðann eða góða skemmtun. Sagan er það sem þetta snýst allt um og sjónbrellurnar eru rjóminn á kökunni.

Þegar George Lucas kvikmyndaði fyrstu Star Wars myndina, þá gerði hann miklar kröfur. Það sem hann vildi á þessum tíma var ekki hægt með sjónbrellum. Hann fékk 8.25 milljón dollara til að vinna að framleiðslu myndarinnar. Hann hafði þá enga hugmynd hvernig hann gat látið handritið verða að kvikmynd.

Það voru engin brellufyrirtæki til sem gerðu það sem Lucas þurfti og flestar sjónbrelludeildir í fyrirtækjum höfðu verið leystar upp vegna kostnaðar. Til að vinna að sjónbrellunum fyrir myndina stofnaði hann ILM, sem stendur fyrir Industrial Light and Magic og var sjónbrellufyrirtækið hans.

Hann keypti gamlan búnað ódýrt og réð fólk til að vinna í brellufyrirtækinu. Hann réð myndbrellusérfræðinginn John Dykstra til stjórna aðgerðum í sjónbrellum. Dykstra ásamt aðstoðarfólki hans hannaði hið byltingakennda Dykstraflex myndavélakerfi sem er tölvustýrt. Það var ekki stýrt af pc tölvu, heldur var allt rafstýrt. Kerfið var hægt að nota til framkvæma hreyfingar fyrir flóknar sjónbrellutökur sem hægt var að nota til að gera brellur fyrir myndina eins og fljúgandi geimskipin sem við sjáum í myndinni.

Flestar senur sem eru í myndinni voru teiknaðar á söguspjöld(storyboard) til að lýsa því fyrir kvikmyndafólkinu hvernig myndin átti að vera. Þannig vildi George Lucas að senurnar í lok myndarinnar væru af geimskipum sem væru að berjast eins og flugvélar í seinni heimsstyrjöldinni. Hann gat notað Dykstraflex til að taka upp myndir af x-vængjum og TIE flaugunum berjast þannig.


Þessar þróanir voru byltingakenndar í kvikmyndum og John Dykstra fékk Óskarsverðlaun fyrir Technical Achievement fyrir myndina og að auki Óskarsverðlaun fyrir bestu sjónbrellurnar ásamt John Stears, Richard Edlund, Grant McCune og Robert Blalack.

Alræmdi Star Wars hátíðarþátturinn (Holiday Special)

Í tilefni af þess að það eru páskar á morgun, er vert að minna á að það er til hátíðar Star Wars þáttur (Holiday Special) sem var sýndur í sjónvarpi á milli þess sem The New Hope og The Empire Strikes back kom út. Þrátt fyrir að Lifeday í þættinum eigi mun meira skylt við jólin heldur en páskana, þá er engu að síður gaman að rifja upp þenna alræmda þátt (sjón er sögu ríkari). En Georg Lucas er sagður hafa skammast sín svo mikið fyrir að hafa látið gera þetta að hann vildi að láta brenna allar myndbandspólurnar með þessu. Aðalleikarnir í upprunalegu trílógunni (episode 4-6), Mark Hamill (Luke Skywalker), Carrie Fisher (Leia Organa) og Harrison Ford (Han Solo) voru samningsbundin til þess að taka þátt í þessu. Mark gerði það með sinni eilfu bjartsýni, Harrison lét sig hafa það, Carrie var víst full og neita að taka þátt í þessu nema hún fengi að syngja sem hún fékk að gera, en það er bara eitt af þeim fjölmörgu undarlegu tónlistaratriðum í þættinum. En þetta er bara partur af þeirri sögu sem umlykur gerð þessa alræmda þátts og nánar má kynna sér um það í myndbandinu neðst í greininni.  

Í stuttu máli fjallar hann um að Chewie er að reyna komast til fjölskyldunnar sinnar á Kashyyk, í tæka tíð fyrir Lifeday sem eru eins og jólin í Star Wars heiminum (fá pakka og allt er voðalega hátíðlegt). En auðvitað lenda Chewie og Han í flugbardaga við Keisaraveldið sem tefur þá en við fáum þó minnst að fylgjast með þeim og er sjónum okkar aðallega beint að fjölskyldu Chewie, syni hans Lumpy, konu hans Mala og pabba hans Itchy sem bíða milli vonar og óttar eftir að hann komi. Inn til þeirra flækjast stormsveitarmenn, farandsölumaður og við fáum skemmtiatriði inn á milli. Þetta er í raun eins og jóladagatal enda mest megin hugsað fyrir litla krakka, þó að sumt virðist vera einum of fullorðnislegt fyrir þá. Eins og Itchy virðist vera horfa á eins konar…klámrás og svo er eina sena þar sem stormsveitarmaður er að hlusta á rokkband flytja lag. Tóninn er því út um allt en en á endanum fer allt vel eins og í sannri jólasögu (ó, nei spillir! ;)).

Er þetta jafn hræðilegt og af er látið? Ég lét mig loksins hafa í að klára þennan þátt, sem dúkkaði óvænt upp á youtube og aldrei að vita hvenær hann verður tekinn niður aftur svo ef ykkur langar til þess að kíkja á þennan fræga þátt, þá er um að gera að drífa í því. Persónulega fannst mér þetta ekki alveg jafn hræðilegt og hefur verið sagt, kannski vegna þess að ég sá að þetta var fyrst og fremst hugsað fyrir krakka, líka ef tekið er mið af tíðarandanum og það er hægt að hlæja að hversu hallærislegt og kjánalegt þetta er. Boba Fett kemur meira segja fyrir í teiknimynd og Svarthöfði kemur nokkrum sinnum fyrir, það er frekar svalt.

Þannig að horfið á þetta, ef þið horfið. 😉 Nei, nei bara ef ykkur langar að kíkja á þennan part af Star Wars sögunni sem endalaust verið að reyna eyða út. Fyrir utan reyndar að sumt úr þættinum er komið inn í nýja “canon” eins og til dæmis kemur fjölskylda Chewie fyrir í Aftermath, Life Debt bókinni. Spurning hvort að eitthvað fleira rati inn í nýja canon.

En nóg um það, gleðilega páska! Njótið hátíðarinnar! 

The Last Jedi: Samsvörun við aðrar Star Wars myndir og þætti

Aðdáendamyndband sem sýnir helstu samsvaranir The Last Jedi við annað í Star Wars (hinar myndirnar og teiknimyndaþættina Clone Wars og Rebels).

Þar sem eins og Georg Lucas sagði, Star Wars er eiginlega eins og ljóð það rímar. Þannig að endurtekningarnar og það að sum minni komi fyrir aftur er alls engin tilviljun og Lucasfilm undir stjórn Disney heldur áfram þeirri skemmtilegu og góðu hefð.

Athuga það vantar sumar samsvaranir en þær er hægt að finna í öðrum myndböndum, þar sem hér eru bara þær helstu og augljósustu.

Það er vert að benda á að síðasta samsvörunin í myndbandinu, þar sem Poe og Rey er líkt við Han og Leiu í Empire Strikes back og Return of the Jedi passar alls ekki, þar sem til að hún virki verða að vera báðar ódauðlegu setningarnar. ,,Ég elska þig.” “Ég veit það.” (“I love you.” “I know.”) Það nægir alls ekki að segja bara ég veit, sérstaklega ekki þegar að Rey er bara að segja til nafns. 😉 Það er langsótt, þar sem bæði eru aðstæðurnar gerólíkar og þessu atriði var gerbreytt í The Last Jedi bókinni, þar sem Poe og Rey höfðu þegar hist í lok Force Awakens bókarinnar. Atriðið er var í raun meira til að sýna að Rey er sko ekki enginn fyrir andspyrnuhreyfinguna (hennar helsti ótti, að hún eigi hvergi heima) heldur þvert á móti veit Poe hver hún er, þar sem Finn hefur örugglega sagt honum allt um þeirra ævintýri.

Að öðru leyti passa allar aðrar samsvararnir í myndbandinu (aðstæðurnar eru meira segja svipaðar eða andstæður) þó að ég hefði viljað sjá meiri vísun í Forsögurnar (þá sérstaklega Episode 2 og 3) þar sem The Last Jedi vísar afar mikið í þær, þá sérstaklega hvað varðar Kylo/Ben og Rey í sambandi við Anakin/Vader og Padmé (sagan þeirra er að spólast til baka). En ég ætla að skrifa aðra grein sem fer betur í þær áhugaverðu tengingar sem verða bara augljósari með hverri mynd og meira segja er vísun í það í næsta síðasta þætti Rebels (sem þeir reyndu að fela með hafa röddina hans Anakin nánast óheyranlega segja: “Ég mun ekki missa þig Padmé,” undir þar sem Kylo segir:”Ég mun klára það sem þú hófst”.)

Þrátt fyrir að það vanti ýmislegt er þetta frekar gott og vandað myndband en það er hægt að finna fleiri áhugaverð myndbönd inn á þessari rás. Njótið!