Galactic Starcruiser í Disney Parks

Öll viljum við láta okkur dreyma um að vera í Star Wars og í Disney Parks er það mögulegt. Ekki er það bara mögulegt, það er hægt að vera í Galactic Starcruiser.

Í geimskipinu eru gestir skráðir inn î tveggja daga ferðalagi þar sem þeir geta ferðast um borð í Halcyon geimskipinu og upplifað sína eigin Star Wars sögu.

Í ferðalaginu getur þú ekki aðeins beitt geislasverði og verið fram í stjórnklefanum og stýrt geimskipinu. Það eru margir möguleikar því eins og við vitum getur allt gerst í Star Wars.

Hvaða leið þú velur, hvernig þú bregst við og hvaða persónur þú hefur samskipti við. Hefur áhrif á söguna og hvað gerist. Gestir geta verið hluti af Uppreisninni með Rey og Chewbacca eða ákveðið að svíkja hana.

Í ferðalaginu er upplifunin eins og að vera í geimskipi í Star Wars. Þú sérð það fljúga um geiminn þegar þú horfir út un gluggann. Einnig er hægt að taka þátt í Cosplay. Þetta er alvöru Star Wars upplifun.

Nýjar myndasögur og hvernig Batuu var gerð

Í Starwars þættinum þessa vikuna var meðal annars kynntar nýjar myndasögur, Rebels and Rogues sem gerist á milli New Hope og Empire Strikes back og sýnir frá því þegar að keisarinn og Vader eru að reyna finna Luke.  Að auki voru forsíðurnar af væntanlegum sögum úr Age of Resistance og ný myndasaga, C3P0 líkar ekki sandur, sem er fyrir yngstu lesendurnar.

Einnig var sýnt er frá því hvernig plánetan Batuu var gerð eða öðru nafni skemmtigarðurinn, Galaxy Edge og fjallað um væntanlegt Celebration í Anaheim 2020.

Starwars garðurinn – Allt um Galaxy Edge

Þann 31. maí opnaði Starwars garðurinn Galaxy Edge en viðstaddir opnunarhátíðina voru Georg Lucas, skapari Starwars, Bob Iger, framkvæmdastjóri Disney og leikarnir úr gömlu og nýjustu trilógíunni, Mark Hamill (Luke Skywalker), Harrison Ford (Han Solo) og Billy Dee Williams (Lando Calrissian). Það varpaði skugga á daginn að það vantað bæði þau Carrie Fisher heitin (Leiu Organa) og Peter Mayhew heitinn (Chewbacca). Þeirra var sérstaklega minnst og Harrison tileinkaði deginum til minningar vini sínum, honum Peter sem var hjartnæm stund.

Af gamla genginu úr gömlu myndunum vantaði auk þess þá, Kenny Baker heitinn (R2D2) og Athony Daniels (3PO) en hann hefur líklegast verið upptekinn. Við munum allavega fá að sjá Athony í hlutverki 3PO í lokamynd Skywalkersögunar, Episode 9: The Rise of Skywalker, sem kemur þann 20.desember. Að auki var mjög fyrirferðarmikill á Celebration og hrókur alls fagnaðar eins og honum, einum er lagið.

Neðst í greininni er spilunarlistinn af youtube, þar sem tekin hafa verið saman myndbönd af opnunarhátíðinni ásamt myndböndum, þar sem sýnt er frá öllum þeim fjölbreytileika sem garðurinn hefur upp á bjóða.

Þar á meðal er Smyglaraflóttinn (Smuggler’s Run) þar sem þú stýrir Millenum Falcon og aðstoðar smyglarann Hondo þar sem þið þeytist í gegnum geiminn og fáið virkilega upplifa það hvernig er stjórna skipinu.

Þú getur byggt þitt eigið geislasverð og vélmenni. Keypt helstu kvikindin sem birst hafa í Starwars í dúkkustærð (og mörg þeirra eru vélknúin), eins og Rancar, Rathar, Lothcat, Porg og svo mætti lengi telja. Að auki er alls konar annar Starwars varningur til sölu og svo er heilt safn af hlutum sem passa inn í Starwars heiminn. Og að sjálfsögðu er Cantina, þar sem er hægt að kaupa mat og drykki. Drekka hina alræmdu bláu mjólk! Og græna. Bláa er víst betri á bragðið. 😉

Allt fer þetta fram á plánetunni Batuu, sem er einskonar athvarf fyrir uppreisnarmenn til að sleppa undan harðri hendi The First Order. Batuu er með sína eigin sögu sem passar inn í heildarsöguna, en saga þess byrjar mánuði eftir The Last Jedi. Hins vegar mun sagan breytast, þannig að hún verður ekki alltaf mánuði eftir TLJ og mun eflaust þróast töluvert eftir að The Rise of Skywalker kemur út 20.desember.

Allavega um þessar mundir Kylo Ren er á fullu að leita að Rey, svo það má sjá hann og hana labba um í garðinum, þar sem hún er að safna liðsauka fyrir andspyrnuhreyfinguna. Þau spjalla við gangandi vegfarendur, hvert með sitt markmið, ásamt því að setja upp sýningu (ætli þau hittist einhvern tímann? Nei, garðurinn er víst hannaður þannig að þau geti aldrei hist) Kylo er allavega með áhrifamikla innkomu úr skipi sínu. Ég fann ekkert myndband með Rey, en hún er líka í garðinum. Hef séð hana á twitter.

Uppfært! Fann myndband með Rey og Chewie að fela sig frá stormsveitarmönnum.

Því fyllir garðurinn örlítið upp í hina miklu bið, sem er þangað til maður fær að líta lokamyndina, The Rise of Skywalker augum. Þar sem myndin sjálf gerist einu og hálfu ári á eftir The Last Jedi, verður fillt upp í söguna með bókum og myndasögum en að auki verður að sjálfsögðu eitthvað skilið eftir fyrir sjálfa myndina. Persónulega getur undirrituð ekki beðið eftir myndinni! Þangað til er hægt að sjá sýnishornið og fleira sem hefur komið fram um myndina.

Seinna á árinu mun opna í garðinum, the Rise of the Resistance, þar sem þú bregður þér í hlutverk uppreisnarmann sem vinnur með Rey, Finn og Poe reynir að komast undan The First Order, en skemmtitækið endar á fundi við Kylo Ren. Fleiri upplýsingar um það skemmtitæki koma seinna.

Myndböndin eru fín þangað til maður getur farið þangað í alvöru og fengið upplifunina beint í æð. 😉

Hér er spilunarlistinn fyrir garðinn. Góða skemmtun!