Ný hliðarmynd: Obi Wan Kenobi

Loksins er komið fram hver næsta hliðarmynd verður eftir Han Solo myndina sem er væntanleg 25.maí 2018 og enn höldum við okkur við forsögumyndaslóðum (Rogue One, Han Solo) þar sem saga Obi Wan Kenobi er næst í röðinni, sem er þá væntanleg í maí 2020.

Að svo stöddu hefur ekki verið rætt við Ewan McGregor sem lék hann í forsögumyndunum (Episode 1-3) að taka aftur að sér hlutverkið en hann hafði sjálfur líst yfir áhuga til að gera fleiri myndir.

Lucafilm er í viðræðum við óskarverðlaunatilfnefninga leikstjórann Stephen Daldry (Billy Elliot, The Hours) til þess að leikstýra myndinni en ekkert er vitað um söguþráð eða leikendur enn sem komið er en nóg er af taka með þessa persónu sem kom fyrst fram fyrir fjörtíu árum í A New Hope, sem dularfullur Jedi meistari, fyrrum meistari Anakin Skywalker, seinna meir sjálfum Svarthöfða en þökk sé forsögumyndunum Episode 1-3 þá vitum við ýmislegt um kappann og einnig í teiknimyndaþáttaröðunum Clone Wars, Rebels og ýmsum bókum.

Enda er Obi Wan (Gamli Ben) mikilvægur þáttur í allri Star Wars sögunni, en orðómar segja að hann muni einnig koma fram í nýjustu Star Wars myndinni, The Last Jedi og vinsæl kenning er að hann sé nákominn nýju hetjunni okkar Rey sem var kynnt til sögunnar í The Force Awakens. Hans andi lifir allavega í Luke Skywalker, hetjunni úr upprunalegu myndunum (Episode IV-VI) fyrrum nemanda sínum sem hefur einnig misst nemanda til myrku hliðarinnar (Ben Solo-Kylo Ren) og þarf að gera það upp við sig hvort hann eigi að þjálfa Rey eða ekki til að berjast fyrir friði á vetrarbrautinni.

Við fylgjumst að sjálfsögðu spennt með framvindu mála en einnig hefur verið talað um að gera Boba Fett mynd, Yoda og jafnvel Jabba Hutt!

Spurning hvað verður fyrir valinu en allavega í spilunum er Obi Wan myndin sem margir aðdáendur hreinilega grátbáðu um og fengu ósk sína loks uppfyllta.  Sem er afar viðeigandi ef miðað er við eina af þekktastu línunum úr A New Hope, myndinni sem startaði öllu Star Wars ævintýrinu fyrir fjörtíu árum síðan: “Help me, Obi Wan, you are my only hope.” (Hjálpaðu mér Obi Wan, þú ert eina von mín.”)

Ewan McGregor opin fyrir hliðarmynd

Ewan McGregor sem Star Wars aðdáendur þekkja sem Obi-Wan Kenobi úr Episode I-III segir að hann vilji gjarnan vinna að framhaldsmynd í framtíðinni. Hann segist opinn fyrir því að gera hliðarmynd(spinoff) um persónuna sína.

Hann segist ekki hafa fengið nein tilboð og hann hafi ekki hitt neinn varðandi það, en væri ánægður leika í mynd ef hann væri beðinn um það. Hann heldur samt að það myndi sennilega verða eftir 2020, ef það myndi verða af því.