Rouge Squadron

Næsta Star Wars mynd sem kemur í kvikmyndahús heitir Rouge Squadron og er leikstýrt af Patty Jenkins. Hún er þekkt fyrir að leikstýra Wonderwoman kvikmyndunum.

Sagan kynnir til leiks nýja kynslóð flugmanna sem hætta lífi sínu og færa söguna inn í framtíðarsvið vetrarbrautarinnar.

Rouge Squadron kemur í kvikmyndahús um jólin 2023

Fyrsta Star Wars myndin

Þann 25. Maí 1977 kom Star Wars fyrst fyrir sjónir fólks og varð hún mjög vinsæl. Hún fór í fyrsta sætið á listanum yfir myndirnar með hæstu tekjurnar og var með 460 milljón dollara í tekjur í Bandaríkjunum og 775 milljón dollara á heimsvísu. Fólk hafði aldrei séð annað eins og margir fóru aftur að sjá myndina.

Myndin fékk samtals 11 tilnefningar til Óskarsins, en fékk að lokum 7 óskara. Hún vann fyrir bestu frumsömdu tónlistina, bestu framleiðsluhönnun, bestu hljóðblöndun, bestu myndbrellurnar, besta búningahönnun, besta kvikmyndaklippingin og fékk Special Achievement Award.

Star Wars merkið

Þegar fyrsta Star Wars myndin var í framleiðslu var þróað merki fyrir myndirnar. Það var hannað af Dan Perri sem hafði búið til titla fyrir myndir eins og Exorcist og Taxi Driver.

Merkið átti að fylgja upphafstexta myndanna. Það var ákveðið að það yrði ekki notað fyrir það, en var notað fyrir prent auglýsingar og kvikmynda kynningar.

Merkið sem var notað fyrir upphafstexta myndanna var hannað af Suzy Rice. Notað er breytt útgáfa af letrinu Helvetica Black. Merkið átti upphaflega að vera notað fyrir bækling til að kynna myndina.

Gary Kurtz var svo hrifinn af merkinu að hann notaði það í fyrir upphafstexta myndarinnar í stað merkis Perri. Þetta er eitt af þekktustu merkjum í kvikmynda hönnun í dag.

Framundan í Star Wars

Þó að kvikmyndirnar séu í fríi er allt á fullu í þáttagerð. Þar má nefna, þriðju seríu af Mandalorian en önnur í þeim flokki kláraðist um jólin: Ashoka og Boba Fett sem báðar gerast á sama tíma og Mandalorian. Að auki er Obi Wan Kenobi þáttaröð væntanleg en hún fer fljótlega í tökur, eftir heilmiklar tafir sökum heimsfaraldurs og endurskrifum á handriti. Síðast má en ekki síst, er líka væntaleg og hefur verið í býgerð lengi, þáttaröð um Cassian Andor en það er forsaga sem gerist á undan Rogue One. Allar þáttaraðirnar verða sýndar á streymisveitunni Disney Plus en þegar eru fyrstu tvær af Mandalorian, auk fjölmargra teiknimyndasería.

Fyrir utan þáttaraðirnar, var svo að hefjast næsta skeið í Stjörnustríði eftir að Skywalker sögunni lauk með níundu myndinni, The Rise of Skywalker. Það er The High Rebulic, sem gerist reyndar fyrst í tímaröðinni, löngu á undan Skywalkers og fyllir í skarðið, sem Old Republic serían hafði en hún flokkast nú undir legends en ekki “canon.”

Legends eru sögurnar sem gerðar eftir ýmsa höfunda sem gerðust hvað flestar eftir Skywalker sögu myndunum og áður en Disney keypti Lucasfilm af George Lucas, hönnuði Star Wars. “Canon” er í raun því bara það sem er að gerast í núverandi söguheimi og margt úr gömlu legends hefur fengið að fljóta með inn í þetta nýja, hvort sem það eru bækur eða tölvuleikir. Það er því að nóg af Stjörnustríði, gamalt sem nýtt og eitthvað fyrir alla aðdáendur. Sannkallað veisluborð.

Galdurinn á bakvið Star Wars

Í hvert skipti sem ég heyrði eða las um Stjörnustríðsmyndirnar sem krakki, þá sýnti ég því miklum áhuga. Í mörgum tilfellum er hægt að líkja þessu við trúarbrögð og myndunum hefur verið breytt í trúarbrögð sem heita Jedism, svo mikill er áhuginn hjá mörgum.

Kannski er það of langt gengið, en hver er galdurinn á bakvið Star Wars ? Fyrstu myndirnar sem voru gerðar fyrir um 40 árum byrja í miðjum kafla og gerast í fjarlægri vetrarbraut endur fyrir löngu.

Sögurnar sýna ákveðna heimsmynd um liðinn tíma sem við verðum að fá að vita meira um. Hver kafli byrjar á æsispennandi atriði í upphafs texta myndanna. Það dregur okkur sem áhorfendur inn í myndirnar.

Myndirnar eru nútíma goðsaga, eða ævintýrasaga sem gerast í geimnum og er hægt að segja að hann sé ókannaða svæðið í dag. Þar er hægt að leika með ímyndurnaraflið og skapa sögur sem láta hugmyndarflugið virkilega takast á flug.

Við þurfum fleiri svona sögur til að létta okkur lífið og sjá hlutina sem gerast endur fyrir löngu í fjarlægri vetrarbraut. Í dag er hægt að horfa á alla 9 kafla myndanna,2 Sjálfstæðar myndir,Mandalorian sjónvarpsþættirnir og nokkrar teiknimyndaseríur. Það er því mikið á boðstólum fyrir aðdáendur og kvikmyndaáhugafólk.

Við bíðum eftir fleiri myndum og þáttum og vonum að mátturinn verði með Star Wars um ókomna tíð. Við óskum Star Wars aðdáendum gleðilegs nýrs árs.