Rise of Skywalker teiknimyndasagan

Í Star Wars heiminum hefur aðlögun teiknimyndasagna að kvikmyndunum skipað ríkan sess frá árinu 1977 þegar fyrsta Star Wars teiknimyndasagan var skrifuð. Það var því mjög mikilvægt þegar Marvel tilkynnti að síðasta Star Wars myndin um sögu Skywalker yrði gerð.

Sagan er skrifuð af Jody Houser og myndefni gerði Will Sliney og um kápu sér Phil Noto. Sagan mun koma í maí og mun hafa senur sem ekki sjást í myndinni.

High Republic

Nú þegar Skywalker sagan er búin, þá velta margir fyrir sér hvað tekur við. Disney er með nokkur járn í eldinum og í ágúst á þessu ári kemur út ný syrpa af bókum sem nefnist High Republic. Bækurnar gerast 200 árum áður en Phantom Menace.

Þetta er tímabil þegar Galactic Republic og Jedarnir eru upp á sitt besta. Það er vonandi eitthvað sem við munum eiga von á að sjá í bókunum þegar Jedarnir voru sannir verndarar friðar og réttlætis. Lesendur munu geta séð nýtt sjónarhorn á vetrarbrautina í viðburðarríkum sögum. Við munum læra um hvað það er sem hræðir Jeda.

Þetta var gullöld þeirra og tími útvíkkunar í ytri geimnum. Þetta er tímabil sem ekki mun verða í neinni kvikmynd og því fengu rithöfundar eins og Claudia Gray, Daniel Jose Oliver, Justina Ireland, Cavan Scott og charles Soule frjálsar hendur við að skapa nýjan heim sem við munum sjá í bókum fyrir fullorðna, unglinga og börn.

Fyrsta bókin mun koma í ágúst á þessu ári og nefnist hún Light of the Jedi.

Light of the Jedi

Bækurnar í High Republic bókaflokknum: