The Force Awakens byrjar vel

Star Wars – The Force Awakens slær í gegn með 238 milljónir dollara í tekjur í Bandaríkjunum, sem er nýtt met fyrir eina helgi. Áður var Jurassic World með mestar tekjur fyrir eina helgi með 208.8 milljónir dollara í tekjur. The Force Awakens var í öðru sæti á heimsvísu með 517 milljónir í tekjur, í efsta sæti er Jurassic World með 524.9 milljónir.

Hún átti stærsta forsýningardaginn á fimmtudaginn,sem var 57 milljónir dollara.Fyrra met átti Harry Potter and the Deathly Hallows – Part 2 sem var með 43.5 milljónir dollara.
Hún er fyrsta myndin sem er með yfir 100 milljón dollara í tekjur á einum degi, en á föstudaginn var hún með 120.5 milljónir dollara í tekjur.

Myndin hefur verið að fá góða dóma á mörgum stöðum. Hún fær 8.8 á Internet Movie Database Imdb.com, á Rottentomatoes fær hún 95% og hjá Metacritic fær hún 81.