(Fréttin er uppfærð eftir því sem fleiri upplýsingar berast og er aðgengileg undir Fréttir – myndir í vinnslu – saga myndirnar – Episode VIII: The Last Jedi)
Nýjasta sýnishornið! Myndin er forsýnd hérna 13.desember!
Almennar upplýsingar
Á D23 (15.apríl 2017) fengum við að sjá “að tjaldabaki myndband,” persónuveggspjöld auk þess sem við fengum samantekt á söguþræðinum (synopsis).
„In Lucasfilm’s Star Wars: The Last Jedi, the Skywalker saga continues as the heroes of The Force Awakens join the galactic legends in an epic adventure that unlocks age-old mysteries of the Force and shocking revelations of the past.“
Á Star Wars celebration (13-16.april 2017) fengum við loks að líta augum á “teaser trailerinn” og “teaser” veggspjald. Von er á öðrum trailer seinna og veggspjaldi, þegar nær dregur sýningu.

ORLANDO, FL – APRIL 14: Mark Hamill, Kelly Marie Tran, John Boyega, Daisy Ridley, Rian Johnson, Kathleen Kennedy and Josh Gad attend the STAR WARS: THE LAST JEDI PANEL during the 2017 STAR WARS CELEBRATION at Orange County Convention Center on April 14, 2017 in Orlando, Florida. (Photo by Gerardo Mora/Getty Images for Disney) *** Local Caption *** Mark Hamill;Kelly Marie Tran;John Boyega;Daisy Ridley;Rian Johnson;Kathleen Kennedy;Josh Gad
Myndin verður sýnd 15.des 2017 og hefur hlotið nafnið The Last Jedi (sem skv. erlendum titlum er í fleirtölu – uppfært – Leikstjórinn hefur sjálfur sagt að titilinn sé í eintölu og eigi við engann annan en Luke sjálfan og má sjá vísbendingar í teasernum af hverju það er.)
Hún mun hefjast frá nákvæmlega sama stað og Episode 7, Force Awakens (Mátturinn Vaknar) endaði, á Jedi eyjunni Ahch-To, þegar Rey hittir Jedi meistarann Luke Skywalker (Logi Geimgengill). Engu að síður verður opnunartexti í byrjun myndarinnar sem fer í hvað er búið að vera í gangi hjá hinum persónunum.
Leikstjórinn er Rian Johnson (Looper) og helstu leikarar eru þeir sömu og voru í Episode 7 (Daisy Ridley, Adam Driver, John Boyega, Oscar Isaac, Carrie Fisher heitin, Mark Hamill osfrv.) plús margir nýjir bætast við, Benicio Del Toro, Laura Dern, Kelly Marie Tran og mögulega Tom Hardy sem stormtrooper (orðrómur, eins og með Daniel Craig sem reyndist vera réttur í Episode 7) ásamt mörgum fleirum.
Hver er sagan?
NÝTT! „In Lucasfilm’s Star Wars: The Last Jedi, the Skywalker saga continues as the heroes of The Force Awakens join the galactic legends in an epic adventure that unlocks age-old mysteries of the Force and shocking revelations of the past.“
Gamalt: Það sem hefur verið staðfest um söguþráðinn er að myndin byrjar frá sama andartaki og Episode 7 endaði. Leikstjórinn segjast hafa viljað gera það til að þess kafa dýpra í persónu Rey, hún stendur skyndilega frammi fyrir því að vera með þennan mátt sem hún veit ekkert um og farið verður samband hennar við Luke sem gæti verið föðurlegt enda vantar hana föður en það sem knýr Rey hvað helst áfram er leitin að fjölskyldunni hennar sem skyldi hana eftir á Jakku þegar hún var barn af einhverri ástæðu. Episode 8 mun að einhverju leyti svara hver fjölskylda Rey er en að sama skapi mun hún víst velta upp fleiri spurningum…
Reyndar hefur Daisy Ridley (Rey) haldið því fram að svarið sé nú þegar að finna í Force Awakens og telur ritstjóri, eftir mikla leit sig loks hafa fundið svarið…og ef það rétt reyndist, mun það fela í sér sterka tengingu við gömlu myndirnar (4-6) og Clone Wars og Rebels. Nánar um það síðar en það er til aragrúi af kenningum um hver fjölskylda Rey geti verið.
Því hefur lengi verið haldið fram að Episode 8 mun fylgja í fótspor forvera síns, Episode 7 sem fylgdi náið leiðarstefum Episode IV: A New Hope, með því að fylgja stefunum í Episode V: The Empire Strikes Back og sumir hafa jafnvel haldið því fram að Episode 8, mun verða enn líkari en Force Awakens var A New Hope, með því að hafa álíka tvist og þegar Svarthöfði sagði: “Nei, ég er faðir þinn”.
Þetta er hins vegar einungis orðrómur sem byggir að mestu leyti á handriti að myndinni sem átti að hafa verið lekið en eftir því sem fleiri fréttir berast að myndinni, því ólíklegra þykir að þetta handrit sé það rétta (enda mjög ólíklegt að það sé svona auðvelt að leka handriti að viðlíka stórmynd).
Það verða hins vegar einhver líkindi með The Empire strikes back, myndin er numer 2 i trilogunni, The First Order er i hefndarhug eins og Keisaraveldið var eftir New Hope og þeir ætla sko ekki að setja auðum höndum heldur gera strax atlögu, nu þegar að alheimurinn hefur misst þingið eftir að þeir sprengdu það i loft upp i Force Awakens (það er hins vegar enginn önnur Starkillerbase).
Auk þess segist Johnson kafa dýpra í allar persónurnar, sérstaklega nýja hetju þríeykið, Rey, Finn og Poe og skoða hvað er það versta sem gæti komið fyrir þær og láta þær verða fyrir því…sem er það sama og gerðist í Empire og er rökrétt næsta skref í trilogunni.
Aumingja Luke er líka í tilvistarkreppu og eflaust má rekja titlinn, The Last Jedi til þess en lokin a stiklunni segir hann: “The Jedi must end.”
Adam Driver (Kylo Ren) sagði í viðtali að þema myndarinnar væri mennskan (humanity) og aðspurður hvort að Kylo myndi lifa af myndina svaraði hann:”Define living.” (Skilgreindu hvað það er að lifa)
Myndin verður því afar myrk og er öll stiklan mest í rauðu og svörtu. Spurning er bara hversu myrk…(innskot frá ritstjóra:,,og ég get ekki beðið eftir að sjá hana!!!”)
Hvað tekur við eftir óvænt fráfall Carrie Fisher (Leia prinsessa)?
- Það var lengi í gangi orðrómur um að Lucasfilm væri í samræðum við Fisher Foundation um að nota sömu tölvutækni og hafði verið notuð í Rogue One til að “endurlífga” Peter Cushing í hlutverk Grand Moff Tarkin og hafa yngri útgáfu af Leiu, til að halda Leiu Organa inn í sögunni (Episode 8 og 9), þrátt fyrir ótímabært andlát Carrie Fisher.
- Það reyndist vera fölsk frétt, þar sem Lucasfilm vill halda minningu Fisher í heiðri en það sem rétt, er það gæti verið að þurfa klippa út einhver atriði með henni í Episode 8 en Leia átti að vera mikilvæg persóna í Episode 9 og fá töluvert stærra hlutverk.
- Gefin hafa verið upp, tvö mikilvæg atriði hennar sem er ekki vitað hvort hafi átt að vera í Episode 8 eða 9, annars vegnar endurfundir hennar við bróður sinn, Luke Skywalker og hins vegar við son sinn, Ben Solo/Kylo Ren.
- Leikstjóri episode 9, Colin Trevorrow, stendur frammi fyrir að þurfa endurskrifa handritið mikið í ljósi fráfalls Fisher, sem gerir það að verkum að tafir verða tökum og myndin verður eflaust ekki sýnt fyrr en jólin 2019 en til stóð það yrði í maí (uppfært -engar breytingar hafa verið gerðar á þeirri áætlun). Auk þess mun Episode 8 þurfa að fara í einhverjar “reshoots” í ljósi þessa harmleiks.
Uppfært – Atriðum Leiu (Carrie) verður haldið óbreyttum í Last Jedi en hins vegar verður ekkert með henni í lokamynd þríleiksins (7-9).
- Helsta spurning er hvernig þeir loka sögu Leiu en handritið að 9 er nú fullklárað og stefnt að tökum í vor. Sjá fréttina um Episode 9.
Áframhaldandi tenging við Clone Wars og Rebels
Rétt eins og gert var í Rogue One með Saw Gerrera, Hammerhead og meira segja skip aðalpersónanna í Rebels (easteregg), verður haldið áfram að tengja teiknimyndaþáttaraðirnar Rebels og Clonewars við það sem er í gangi í myndunum og því hefur verið staðfest að “cornivores” munu sjást á eyjunni, Ahch-To þar sem Luke hefur haldið sig síðustu árin. En “convorees” líkjast helst fuglum og hafa komið oft í mikilvægum augnablikum í Rebels og þykja tengjast Jedi á einhvern hátt, mögulega geyma þeir minningar þeirra eða eru tengdir við “forceghost” (máttardraugar) á einhvern hátt, sem passar við það sem hefur komið fram um að Anakin Skywalker, Yoda og Obi Wan Kenobi máttardraugarnir munu mögulega koma fyrir í myndinni til að leiðbeina Rey.