Episode VII: The Force Awakens (Mátturinn Vaknar) er fyrsta Star Wars myndin sem Disney gerir og sem að George Lucas, skapari þess kemur ekki nálægt, þar sem öllum hans hugmyndum var hafnað, eflaust vegna þess hversu forsögunnar (” the prequels”) þóttu mistækar en þrátt fyrir það, eru engu að síður kunnugleg stef og gamlir vinir í myndinni. Hún er í leikstjórn J.J Abrahams sem er mikill Stjörnustríðsaðdáandi auk þess það er valinn maður á hverjum stað en mikið af því fólki sem vann við gömlu myndirnar tók þátt (Lawrence Kasdan, handritshöfundur osfrv.) og ásamt að fullt af nýjum komu inn, sem hafa tekið að mestu við og verða við stjórnvöllinn í nýju myndunum.
Aðalsöguþráður myndarinnar er að finna Luke Skywalker síðasta Jedi, áður en The First Order finnur hann en hetjur myndarinnar hafa undir höndum kort, falið inni í hinum nýja R2, litlu krúttlegu kringlóttu vélmenni að nafni BB-8, sem vísar leiðina að felustað hans. Að geyma kort inni í vélmenni svipar til hvernig Helstirnis áætlun var falin inn í R2D2 og var einmitt helsta leiðarstefið í Episode IV: A New Hope.
Episode VII gerist u.þ.b þrjátíu árum eftir lok Episode VI:The Return of the Jedi og því eru kynntar til sögunnar ný kynslóð af hetjum og illmennum sem eiga rætur sínar að rekja til þeirra sem á undan komu og því miður virðist sagan ætla að endurtaka sig, þrátt fyrir alla vinnuna sem gömlu hetjurnar lögðu á sig til að sigra Keisaraveldið.
Í stað Keisaraveldisins er komin ný ógn sem kallast The First Order og er nú einhver dularfullur æðsti leiðtogi (supreme leader) Snoke (leikin af Andy Serkis) í stað keisarans Palpatine/Darth Sideous og lítið er vitað er um, fyrir utan að hann lítur út eins og stærðarinnar geimvera og rétt eins og Palpatine, er hann með minnsta kosti einn lærling frá myrku hliðinni, hinn dularfulla og unga Kylo Ren (Adam Driver), sem ver grímu og klæðist svörtu og er með rautt geislasverð. Hann er því hinn nýi Svarthöfði eða reyna vera það, enda kemur í ljós að hann dýrkar hann og leitar meira segja eftir leiðsögn frá hjálmi hans. Það sem skilur þó mest hvað Kylo og Svarthöfða að er að Kylo er að berjast við ljósið og reyna komast sem næst myrku hliðinni og því felur Snoke honum verkefni sem mun, vægast sagt, reyna á hann persónulega þar sem það snertir fjölskyldu hans.
Auk Kylo, er í vonda liðinu hinn nýi Grand Moff Tarkin, Armitage Hux sem sér um þjálfun á hinum nýju hermönnum og Captain Phasma, kona sem klæðist brynju og hjálmi og er yfir herdeildinni sem ein af nýju hetjum okkar Finn er í, en meira um hann síðar. Rétt eins og hvernig Keisaraveldið var með Helstirni, þá er First Order með Starkiller base sem tekur út heilt sólkerfi í stað einnar plánetu en lokauppgjör myndarinnar fer einmitt fram á þeirri skelfilegu plánetu.
Til að stemma við stigu við þessari vaxandi ógn uppreisnarlið undir stjórn Leiu Organa sem hefur fundið út hvar kortið sem leiðir til bróður hennar, Luke en hún þarf nauðsynlega á hjálp hans að halda til að berjast við First Order. Í byrjun myndarinnar er einn af þeim, sem er ein af hetjunum okkar í Episode VIII en her meira bara mikilvæg aukapersóna hérna, Poe Dameron (Oscar Isaac), X-wing flugmaður við það að taka við kortinu úr höndum Lor San Tekka, gömlum vini Leiu, þegar First Order mætir á svæðið með Kylo Ren í fararbroddi og rétt nær að koma kortinu inn í BB-8 og senda vélmennið burtu á meðan hann er sjálfur handsamaður eftir blóðugan bardaga við þorpsbúana.
Þá víkur sögunni að nýju aðalpersónunni okkar, henni Rey (Daisy Ridley), ungri konu sem er skransali og var skilinn eftir á eyðimerkur plánetunni Jakku af einhverri ástæðu þegar hún var lítil og óskar þess helst af öllu að fjölskyldan hennar (sem er algerlega á huldu hver er), komi til baka en líf hennar er hið ömurlegast, þar sem hún vinnur fyrir ófrýnilega geimveru Unkar Plutt að nafni sem skammtar henni nánasarlega að Rey nær varla að sefa hungur sitt yfir daginn. Hana dreymir því um betra líf en á sama tíma vill hún ekki yfirgefa Jakku, ef ske kynni að fjölskylda hennar myndi snúa aftur en það er eina sem heldur í henni voninni.
Finn (John Boyeaga) eða eins og hann kallaðist áður, FN-2187 (sem er vísun í fangaklefa Leiu í New Hope) er annar af nýju hetjum okkar en hann var stormsveitarmaður í röðum The First Order og fáum við því fyrsta skipti að sjá andlit á bak við hinar velþekktu brynju, að þeir eru ekki bara nafnlausir hermenn sem falla í bardaga og öllum er sama um, þó að þeir hugsaðir þannig að það eigi að vera auðvelt að skipta þeim ut. Þrátt fyrir að storsveitarmenn eða First Order hermenn eins og þeir kallast í dag er hins vegar rænt frá fjölskyldum sínum í barnæsku og heilaþvegnir til þess að vinna fyrir First Order, þá fær Finn strax nóg í sínum fyrsta bardaga sem gerist á Jakku, að við fyrsta tækifæri frelsar hann Poe Dameron úr fangaklefa og þeir flýja saman, Poe til þess að finna vélmenni sitt, BB-8 og þar með endurheimta kortið til Luke en Finn til að sleppa frá First Order…
Rey er óvænt dregin inn í ævintýrið, ekki ósvipað og hvernig gert var við Luke þegar BB-8 sem er á flótta undan The First Order kemur beint til hennar. Auk þess er Rey bókstaflega dregin af stað af fyrrum stormsveitarmanninum Finn, þar sem þau neyðast til að flýja undan loftárás TIE-figthers sem leiðir þau til Millenium Falcon, sem seinna meir leiðir þau beint til Han Solo og Chewie og hefst þá ævintýrið fyrir alvöru, þar sem Rey uppgötvar meðal annars smá saman meira um sig og það að hún hafi máttinn. Ævintýri myndinnar endar í epísku lokauppgjöri við First Order, geislasverðabardaga við Kylo Ren og loks með fundi við Luke.
En nýja sagan er þó bara rétt að hefjast, enda fullt af spurningum sem er ósvarað (Hver er Rey, hver er Snoke osfrv…?) og heldur áfram í Episode VIII: The Last Jedi sem kemur út 15.desemeber á þessu ári. Persónulega getur greinarhöfundur ekki beðið eftir að sjá framhaldið!
Nýjar persónur: Rey, Finn, Poe, BB-8, Kylo Ren, Snoke, Hux, Captain Phasma, Maz Kanata osfrv.
Nýjar plánetur: Jakku, Takodana, Starkillerbase.