Greinar um bækur

Grein um Legends.

Grein um Catalyst.

Grein um Aftermath.

Grein um Bloodline.

Grein um BB-8 on the run.

Væntanlegar bækur.

Ritstjóri hefur einvörðungu lesið samantektir og wookipedia greinar um “The Expanded Universe” sem heitir í dag Legends og eru ekki lengur canon eftir Disney keypti Lucas Film. Því eru komnar fullt af nýjum bókum sem brúa bilið og þær eiga eftir að verða fleiri.

Ritstjóri hefur enn sem komið er bara lesið eina af nýju bókunum, Rogue One: Catalyst. Hún gerist á undan myndinni og er mjög áhugaverð þar sem maður fær að kynnast sambandi Galen og Orson betur og hví það var svona mikilvægt að fá Galen til að vinna við “Death Star”. Auk þess fáum við að fylgjast með Jyn, aðalpersónu myndarinnar, fæðast og vaxa úr grasi.

Nú eru allar Aftermath bækurnar komnar út sem brúa bilið á milli The Return of the Jedi og The Force Awakens.

Bloodline gerist sex árum á undan The Force Awakens og einblínir fyrst og fremst á Leiu og af hverju hún stofnaði nýju uppreisnina.

BB-8 on the run (BB-8 á flótta) er myndskreytt barnabók sem gerist í The Force Awakens og sýnir hvað BB-8 var að gera áður en hann hittir Rey, það er svo enn meira hægt að fylgjast með aukaævintýrum þeirra í fyrstu tveimur teiknimyndaþáttunum The Forces of Destiny.

 

 

Um Rósa Grímsdóttir

Star Wars aðdáandi, kvikmyndargerðarkona, myndskreytir og rithöfundur.
Þessi færsla var birt undir Annað, Bækur. Bókamerkja beinan tengil.