Bloodline

Bókin gerist sex árum á undan The Force Awakens og fjallar um þegar upp komst að Leia og Luke væru börn Svarthöfða, hræðilegu afleiðingar þess, uppgang the First Order og stofnun andspyrnuhreyfingarinnar.

Það sem er vitað er eftir bókina.

Á þessum tíma hefur the Millennium Falcon verið stolið…

Ben Solo, sem er u.þ.b 24-25 ára þegar þarna er komið við sögu, hefur ekki enn farið til myrku hliðarinnar og því ekki orðinn að hinum alræmda og skapbráða og krúttlega, dark Jedi, Kylo Ren, heldur er hann að ferðast um með frænda sínum og Jedi meistara Luke Skywalker að leita að fornum Jedi helgigripum.
Ben fær að vita sannleikann um afa sinn á sama tíma og alheimurinn í gegnum afsökunar”bréf” (Holomessage) frá móður sinn og er óvitað er hvernig hann brást við því eða hvort hann yfirhöfuð fékk það…en mögulega er það ástæðan fyrir því að hann fór til myrkru hliðarinnar…eða þá að hann fékk einfaldlega nóg af því að þvælast endalaust með frænda sínum í leit einhverju gömlu Jedi dóti…

(Ímyndað samtal. Ben:”Are we there yet?” Luke: “For the last time, no! No! Don’t kill your fellow pupils…! I will tell your mom! I’m warning you…!”)

Um Rósa Grímsdóttir

Star Wars aðdáandi, kvikmyndargerðarkona, myndskreytir og rithöfundur.
Þessi færsla var birt undir Annað, Bækur, Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.