Tveir Jeda riddarar sleppa úr fjandsamlegri herkví og finna bandamenn sem leiða þá á slóðir ungs stráks sem gæti komið jafnvægi á máttinn, en Sith sem lengi hafa legið í dvala birtast á nýjan leik til að endurheimta forna frægð.
Lausleg þýðing á plot summary af imdb.com

Spurningar höfðu vaknað hjá mörgum um hver Anakin Skywalker var og hvernig hann hefði orðið að Svarthöfða?
Myndin segir frá bernsku Anakins, eða Ani eins og hann er kallaður í myndinni.
Strákur sem tekinn er frá móður sinni til að þjálfa sem Jedi vegna spádóms um að hann sé sá sem muni koma jafnvægi á máttinn.

Jar Jar Binks var ein persóna í myndinni sem margir aðdáendur voru ekki ánægðir með og fannst barnvæna myndina einum of mikið. George Lucas gerði það sama í Return Of the Jedi (Episode VI) með Ewoks bangsana. Myndin átti að höfða til yngri áhorfenda.

Episode IV byrjar í miðjum kafla og segja margir að það hafi verið góð hugmynd, vegna þess að þá vakni hjá mörgum spurningar um hvað gerðist áður.
George Lucas segir að tækniþróunin hafi ekki verið orðin nógu góð til að kvikmynda upphafið. Hann hafi þurft að byrja í miðri sögu. Sú uppskrift skilaði sér vel þar sem Episode IV skilaði inn 786 milljón dollurum í tekjur.
Það var árið 1999 sem tækniþróunin í kvikmyndum var orðin nógu góð að Geoge Lucas gat hafið vinnuna við nýju myndirnar.Það má sjá glöggt í myndinni að tæknibrellurnar hafa tekið stórstígum framförum frá því sem áður var mögulegt.

Sagans hans Anakin’s Skywalker og hvernig hann varð að Svarthöfða heldur áfram í Episode II:Attack of the Clones.
Nýjar persónur sem bætast við í myndinni: Anakin Skywalker, Queen Padmé Amidala, Qui-Gon Jinn, Obi-Wan Kenobi,Senator Palpatine,Sith Lord Darth Sidious,Darth Maul, Captain Panaka, Jar Jar Binks, Chancellor Valorum,Viceroy Nute Gunray,Boss Nass
Nýjar plánetur: Naboo, Coruscant