Bardaginn um Yavin, er einn þekktasti bardaginn í Star Wars, þar sem eitt öflugasta vopn Veldisins, Dauðastjarnan mætti fyrir hinum huguðu Uppreisnarmönnum.
Bækistöð Uppreisnarmanna var staðsett á plánetunni Yavin og tókst Veldinu að finna hana eftir að þeir höfðu komið fyrir staðsetningartæki í geimflaug Han Solo, The Millennium Falcon.
Í bækistöðinni tekst Uppreisnarmönnum að finna galla í hönnun Dauðastjörnunar á teikningum sem stolið hafði verið frá Veldinu og geymdar í vélmenninu R2-D2. Gallinn var í formi 2 metra útblástursops, sem hægt væri að nota til þess að ráðast á kjarna hennar.
Uppreisnarmenn skipulögðu hugaða árás á Dauðastjörnuna þegar hún kom inn í sólkerfið. Flaugar þeirra voru vopnaðar með hefðbundnum geimvopnum og Proton torpedoes sem nota átti til þess að ná mið á kjarna Dauðastjörnunar.
Til þess að ná miði á kjarnanum þurfti að fljúga eftir löngum göngum sem voru vel varðar með geislavopnum, auk þess þurftu flugmennirnir að takast á við TIE flaugar Veldisins og sjálfan Svarthöfða. Í fyrstu árásinni tekst einni af þremur X-Wings að ná miði á kjarnann, en Proton Torpedo lendir utan við útblástursopið.
Í annari tilraun reynir á mátt Luke Skywalker sem slekkur á miðunartölvu sinni þegar hann flýgur eftir göngunum. Rödd Obi-Wan leiðbeinir honum í gegnum Máttinn að treysta tilfinningum sínum. Þegar flugmenn Veldisins eru að ná miði á Luke, þá er ein flaug þess tekin út með geislaskoti sem kemur frá Millennium Falcon sem flýgur í árekstrarstefnu við þær.
Annar flugmaðurinn missir stjórn á flaug sinni og lendir hún á flaug Svarthöfða sem missir stjórn á flaug sinni, sem flýgur út í geiminn.Þá tekst Luke að nota Máttinn til þess að stjórna tveimur flugskeytum inn í útblástursopið og að kjarna Dauðastjörnunar og tekst svo ásamt Millennium Falcon og öðrum uppreisnarmönnum að komast undan við tortímingu hennar.