Á myndinni eru leikararnir úr myndinni í myndatöku á geimskipi Han Solo The Millennium Falcon.
Staðfest
Almennar upplýsingar
Myndin verður sýnd 25.maí 2018 og heitir Solo: A Star Wars Story.
Lucasfilm hefur ákveðið að ráða nýjan leikstjóra vegna þess að það hefur aðra sköpunarsýn fyrir myndina en leikstjórarnir Phil Lord og Christopher Miller. Það hefur því ákveðið að þeir hætti sem leikstjórar myndarinnar. Þeir þóttu vera gera myndina of mikið að grínmynd og orðrómur segir að einn af aðalleikurunum hafi sagt að þeir væru að breyta Han Solo í Ace Ventura. Einn af aðalleikurunum mun hafa kvartað yfir þessu.Ron Howard hefur tekið við leikstjórninni og munu tökur halda áfram 10.júlí.
Sagan er skrifuð af Lawrence Kasdan og syni hans Jon Kasdan. Helstu leikarar eru Elden Ehrenreich sem leikur Solo, Woody Harrelson er leiðbeinandi hans Garris Shrike, Emelia Clarke, Donald Glover leikur Lando Calrissian, Thandie Newton, Phoebe Waller-Bridge er í tölvugerðu hlutverki og gæti verið vélmenni og Joonas Soutamo leikur Chewbacca. Tökur eru hafnar í London Pinewood Studios.
Hver er sagan?
Sagan er geimvestri um uppruna ungs Han Solo og hvernig hann varð smyglari, þjófur og “scoundrel” áður en hann hitti Luke Skywalker og Obi-Wan Kenobi í Mos Eisley Cantina.