Rogue One: A Star Wars Story

Myndin er sjálfstæð mynd(Anthology) sem gerist á milli Episode III og Episode IV. Hugmyndina fyrir söguna kom John Knoll með og starfar hann hjá ILM sem er myndbrellufyrirtæki Lucasfilm. Rogue One er nafnið á geimskipinu sem Uppreisnin stal og notaði til að ferja hóp hermanna til plánetunnar Scarif og stela teikningum af Helstirninu sem minnst er á í upphafstextanum á A New Hope. Engir upphafstextar koma í byrun Rogue One sem gæti einkennt sjálfstæðu Star Wars myndirnar.

Þessi hugmynd að gera sjálfstæða mynd nefnist á ensku “spinoff” og væri hægt að þýða á íslensku sem hliðarmynd. Það eru myndir sem gerast í sama heimi en eru fyrir utan söguþráð myndanna um Skywalker fjölskylduna. Þetta getur verið ein af ástæðunum fyrir að Disney keypti Lucasfilm til að sjá hvað annað er í Star Wars heiminum en aðal sagan. Fyrsta Star Wars hliðarmyndin var gerð fyrir um 40 árum og var fyrir sjónvarp það var árið 1978. Myndin heitir Star Wars Holiday Special. Það voru líka gerðar tvær framhaldsmyndir fyrir vídeó. Caravan of Courage: An Ewok Adventure(1984) heitir fyrri myndin, en framhaldsmyndin heitir Ewoks:The Battle for Endor(1985).


Rogue One: A Star Wars Story er fyrsta sjálfstæða myndin sem Disney gerir og það verða fleiri og er Han Solo: A Star Wars Story (ekki vitað hvort þetta sé endalegur titill) önnur sjálfstæð mynd sem kemur í kvikmyndahús í maí á næsta ári og svo væntanlega mynd um Boba Fett. Þessar myndir eru að sömu stærð og Star Wars myndirnar sem við þekkjum og er jafnmikið lagt í þær. Þær kosta upp í 200 milljón dollara í framleiðslu og margir þekktir leikarar og leikstjórar koma að gerð myndanna.

Fyrir Rogue One þá varð Gareth Edwards fyrir valinu sem leikstjóri og er hann þekktur fyrir sjálfstæðu myndina Monsters og Godzilla myndina. Ekki er hann aðeins reyndur leikstjóri heldur mikill Star Wars aðdáandi sem er hægt að segja að séu einar af kröfunum sem gerðar eru. Leikararnir í myndinni koma frá mörgum löndum sem gæti verið óvenjuleg fyrir Star Wars mynd og margar stórmyndir. Í leikarahópnum eru leikarar frá Bretlandi, Danmörku, Mexíkó, Bandaríkjunum, Kína, Hong Kong og Ástralíu.

Felicity Jones sem var í Theory of Everything leikur Jyn Erso sem hefur mátt reyna margt og lifir af á glæpum þangað til að Uppreisnin vill fá hana í mikilvægt verkefni. Daninn Mads Mikkelsen leikur föður hennar vísindamanninn Galen Erso sem er handsamaður af Veldinu í byrjun myndarinnar á plánetunni Lah’mu. Lyra, Mamma Jyn deyr, en Jyn sleppur undan Veldinu. Galen er látinn vinna að Helstirninu og hann setur í hana galla til að hægt sé tortíma henni í formi útblástursops.

Myndin er um það hvernig Jyn og félagar hennar reyna að stela teikningunum af Helstirninu. Félagar Jyn eru leiknir af Diego Luna sem leikur Cassian Andor sem er flugmaður og foringi í uppreisninni og Alan Tudyk sem margir kannast við úr Firefly og leikur vélmennið hans K-2SO, öryggisvélmenni Veldisins sem hefur verið endurforritað til að þjóna Uppreisninni.

Donnie Yen leikur Chirrut Imwe blindan munk sem trúir á máttinn með allri sinni orku og Wen Jiang sem leikur félaga hans Baze Malbus sem er bardagamaður.Riz Ahmed leikur Bodhi Rook flugmann fyrir Veldið sem hefur svikið lit og reynir að koma mikilvægum upplýsingum til uppreisnarinnar. Saman takast þau á við Veldið sem heldur um tögl og hagldir á vetrarbrautinni og leikur Ben Mendelsohn, Orson Krennic sem stjórnar byggingu Helstirnisins.

Forest Whitaker leikur Saw Gerrera, öfgafullan uppreisnarsinna sem var í Uppreisninni og er gamall vinur Galen og ól Jyn upp eftir að pabbi hennar var handsamaður af Veldinu og neyddur til að vinna að Helstirninu. Tveir leikarar voru tölvugerðir og var Peter Cushing sem lést árið 1994, endurlífgaður með tölvutækninni til að leika Grand Moff Tarkin sem var líka leikin af Guy Henry og ung Leia var í lok myndarinnar. Vélmennin C-3PO og R2-D2 eru einnig í einu atriði í myndinni.

Myndin er miklu myrkari en fyrri myndirnar og meiri stríðsmynd þar sem hugrekki fámenns uppreisnarhóps er þeirra aðalvopn og engir Jedar nálægir. Allt þetta heyrist í tónlistinni í myndinni sem endurspeglar atburðarrásina. Tónlistina í myndinni gerir tónskáldið Michael Giacchino og tekur hann við af John Williams, enda hefur hann nóg að gera við að semja tónlistina fyrir The Last Jedi.

Það var Greg Fraser sem sá um myndatöku fyrir myndina og hefur hann gert myndir eins og Zero Dark Thirty. Myndin var tekin upp eins og kvikmyndatökuliðið væri á stríðssvæði til gefa þannig tilfinningu fyrir myndinni. Hún gerist á tímum átaka og er Veldið að vaxa á meðan Uppreisnin reynir að standa saman. Söguna að myndinni skrifa John Knoll og Gary Whitta og handritið skrifar Chris Weitz sem hefur skrifað fyrir myndir eins og Golden Compass og About a Boy.

Það var Tony Gilroy sem skrifaði fyrir Bourne myndirnar sem var fengin til að vinna að endurskotum. Þær voru hluti af kvikmyndaferlinu og sýnir að kvikmyndagerðarfólkið hafði mikinn metnað fyrir myndinni og auðvelt að ímynda sér að margir sem unnu að myndinni séu Star Wars aðdáendur og vilji skapa eitthvað sem þá hefur dreymt um frá barnæsku.

Það sést vel þegar horft er á myndina að gæðin eru mikil. Þetta er eitthvað sem við sem aðdáendur viljum sjá og ef þær sjálfstæðu Star Wars myndir sem gerðar verða í framtíðinni eru svona þá eigum við von á góðu. Næsta sjálfstæða Star Wars mynd, Han Solo: A Star Wars Story kemur 25. maí 2018 og nú er bara að bíða og fylgjast með fréttum um myndina.

Þessi færsla var birt undir Kvikmyndirnar, Spinoff - Rogue One. Bókamerkja beinan tengil.