Episode III: The Revenge of the Sith

“Þegar þrjú ár eru liðin af Klónastríðinu bjarga Jedi, Palpatine frá Count Dooku. Á meðan Obi-Wan er að elta uppi aðra ógn, leikur Anakin tveimur skjöldum, þar sem hann vinnur hvort tveggja í senn fyrir Jedi ráðið og Palpatine og er narraður inn í myrka áætlun til að ráða vetrarbrautinni.” (lausleg þýðing af imdb.com)

Episode III: The Revenge of the Sith (Hefnd Sith) lokar forsögunni (the prequels). Þetta er myndin sem allir aðdáendur biðu í ofvæni eftir frá því þeir sáu Episode I, þar sem í henni verður Svarthöfði loksins til en Episode I og II voru að mestu leyti gerðar til að byggja upp fall Anakins og er því öllum spurningum um fall hans loks svarað í þessum epískum lokakafla. Hvað varð til þess að Anakin Skywalker, hin útvaldi sem átt að koma jafnvægi á máttinn gekk til liðs við myrku hliðina? Episode II: The Attack of the Clones svaraði þessum spurningum að hluta til og var þar strax augljóst, jafnvel fyrir þann sem þekkir ekki örlög Anakin’s að sjá hvert að stefndi, eða allavega það að hann stefndi harðbyrði beint í áttt að myrku hliðinni með slátrun sinni á öllu Sandfólkinu en engan (nema auðvitað þá sem hafa séð Episode 4-6) gæti hafa grunað að örlög hans yrðu verri en það og að hann ætti eftir að vera innilokaður í vélbrynju fram til dauðadags. Svo hvað kom eiginlega fyrir hinn útvalda? Af hverju sveik hann Jedi og varð að Sith? Svarið við henni er töluvert harmrænna en nokkurn gat grunað þegar maður leit Svarthöfða fyrst augum í Episode 4. Var Anakin ekki hamingjusamlega giftur æskuástinni sinni í lok Episode II?

Vissulega giftust Anakin og Padmé á laun í Episode II, þegar Klónastríðið var rétt hafið og nú að þremur árum liðnum, er Padmé orðin ólétt sem þýðir meðal annars að ekki verður auðvelt að fela samband þeirra lengur fyrir Jedi ráðinu. Anakin hefur þó minnstar áhyggjur af því, enda vill hann breyta Jedi Kóðanum sem bannar sambönd en það sem ásækir hann í staðinn, er það að hann fær sýnir þar sem Padmé deyr í barnsburði. Þá fer í   gang hröð atburðarás sem leggur gruninn að falli hans, þar sem að sjálfsögðu vill Anakin gera allt sitt til þess að koma í veg fyrir að þessi sýn rætist, sem er er hann versti ótti því að það er nákvæmlega það sem gerðist þegar hann fékk sýn af dauða mömmu sinnar í Episode II, en hann bjargaði henni allt of seint frá Sandfólkinu og horfði á hana deyja í örmum sínum. Anakin óttast því mest af öllu að missa ástina í lífi sínu og ófædd barn þeirra (þau vita ekki að þetta eru tvíburar á þessum tímapunkti) og er því auðvelt bráð fyrir Palpatine sem er sá eini sem hann getur stólað á og lofar honum að hann geti kennt honum hvernig hann geti bjargað ástinni sinni…

En þar sem að Stjörnustríðssaga byrjaði upphaflega í miðjunni (Episode 4-6) vitum við nú þegar hvernig “góðu” áform hins saklausa Anakins enda…

Því voru ýmsir hlutir sem aðdáendur upprunalegu myndina (the originals Episode 4-6) höfðu beðið eftir að sjá og fékk maður að sjá alla þá hluti (og meira til), þar sem Episode 3 tengir svo feikivel vel við Episode 4, rétt eins og spinoff myndin Rogue One gerði svo enn betur seinna. Lokins, loksins fékk maður að sjá örlaga bardagann milli meistara og lærlings; milli Obi Wan Kenobi og Anakin Skywalker, bardagann þar sem Anakin slasast lífshættulega og verður að Svarthöfða eins og við þekkjum hann. Auk þess fáum við að sjá fæðingu tvíburana, Luke og Leiu og meira að segja byggingu fyrsta Helstirnisins (sem tók einhverra hluta vegna fjórtán ár að klára en nánar er farið út í það í bókinni Rogue One: Catalyst) ásamt ýmsu fleiru. Fáum meira segja að sjá gamla vini eins og Chewie sem er víst vinur Yoda og C3PO og R2D2 eru á sínum stað og eru viðstödd fall Anakins, en vélmennin eru einu persónurnar fyrir utan Svarthöfða sem hafa verið í öllum Stjörnustríðsmyndunum (líka Spinoff myndinni Rogue One).

Þó að saga Anakins sé í forgrunni eins og í fyrri forsögu myndunum, er nóg annað um að vera enda stríðið í fullum gangi, það þarf að ljúka Klónastríðinu og Jedi og Sith berjast eins og þeirra er von og vísa og ekki má gleyma öllu dramainu í vetrarbrautar stjórnmálunum! En fyrst og fremst er þetta þó saga um hið harmræna fall Anakins til myrkru hliðarinnar, rétt eins og hvernig “the orginals” eru að hluta til um endurlausn hans, þar sem hann snýr aftur til ljósu hliðarinnar rétt áður en hann deyr.

Af mörgum er Episode III talin besta myndin í forsöguþríleiknum eða jafnvel sú eina góða en það er önnur saga og hægt að rífast um það fram og til baka. Myndin var sú langmyrkasta í seríunni eftir Empire Strikes back eða allt þar til að Rogue One kom (“from a certain point of view”, ef horft er á dauða í myndinni og vonleysi) og Episode VII: The Force Awakens á líka marga myrka spretti. Það verður spennandi að sjá hvort að The Last Jedi verði jafnvel enn myrkari. Persónulega finnst greinarhöfundi The Revenge of the Sith jafnframt vera ein af sorglegustu myndunum, þrátt fyrir að þar verði til þetta magnaða illmenni sem við öll elskum í gömlu myndunum og er svo táknrænt fyrir Stjörnustríðið. En greyið þurfti að fórna ýmsu til að verða svona mikill töffari eða “badass.”

Við höfum þó alls ekki skilið við Svarthöfða þrátt fyrir að sagan hans hafi tæknilega séð klárast í Episode VI: The Return of the Jedi, þar sem hann kemur fyrir í Spinoff myndinni Rogue One sem aukapersóna og er auk þess mikilvægur í nýju “Saga myndunum” (Episode 7-9) þar sem Kylo Ren (Ben Solo), barnbarn hans og nýja “illmennið” dýrkar hann og vill verða eins og hann og talaði meira segja við hjálminn hans til að fá leiðsögn. Því verður spennandi sjá hvert hlutverk hins goðsagnakennda Svarthöfða (og Anakin, sem þá máttardraugur sem er staðfest) verður í framtíðarmyndunum. Mun hann reyna að fá Kylo/Ben til að snúa aftur til ljósu hliðarinnar og verður Svarthöfði eitthvað í Han Solo spinoff myndinni, þó það væri ekki nema bara minnst á hann? Allt þetta mun tíminn einn leiða í ljós…

 

Nýjar persónur: General Grievous.

Nýjar plánetur: Mustafar, Kashyyyk, Utapau.

 

Um Rósa Grímsdóttir

Star Wars aðdáandi, kvikmyndargerðarkona, myndskreytir og rithöfundur.
Þessi færsla var birt undir Kvikmyndirnar. Bókamerkja beinan tengil.