The Old Republic gefin út í dag.

Fyrir nokkrum árum var leikurinn Star Wars Galaxies gefin út og var ég einn af mörgum sem biðu með óþreyju eftir útgáfu leiksins. Þetta var árið 2003, það voru líka margir sem biðu með óþreyju eftir leiknum og var meðal annars stofnað guild í kringum leikinn. Guildið hét Crymogaea og átti að vera samastaður fyrir Íslendinga í leiknum. Leikurinn kom svo og spilaði ég hann um tíma á Eclipse og Tarquinas. Einn af vandi leiksins var tímalínan, en hann gerist á eftir Episode IV. Á þeim tíma eru fáir Jedar og gerði það að verkum að það var í fyrstu mjög erfitt að verða Jedi.

MMORPG leikir eru frábrugðnir venjulegum leikjum að því leiti að þeir alltaf í þróun og eru með teymi sem sjá um að bæta við nýjum hlutum við leikinn. Hlutum er breytt og reynt að koma til móts við óskir spilara. Nú hefur Star Wars Galaxies nálgast endan á sinni tímalínu og leiknum var lokað 15. Desember síðastliðnum. Nýr Star Wars MMORPG leikur hefur hins vegar verið í þróun um skeið hjá Bioware sem er þekkt fyrir Star Wars hlutverkaleiki eins og Knight Of the Old Republic(KOTOR) og Knights of the Old Republic:Sith Lords. Í dag er stóri dagurinn sem margir hafa beðið eftir lengi og geta loks byrjað leikinn sem Jedi og verið hluti af Galactic Republic eða Sith Empire. Leikurinn gerist 3500 árum áður en kvikmyndirnar gerast, svo nýr og ókannaður heimur bíður spilara í leiknum. Hérna er hægt að sjá trailer fyrir leikinn.