Trials of Tatooine – Sýndarveruleikatölvuleikur

Eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem voru kynnt á Stjörnustríðs hátíðinni í Orlando, var sýndarveruleikatölvuleikurinn “Trials of Tatooine” (Þrautir Tatooine) þar sem spilarinn fer í hlutverk einhvers sem hjálpar Luke with að endureisa Jedaregluna (þetta gerist á undan Episode VII: Force Awakens) en áður en spilarinn fær tækifæri til þess þarf lendir hann í bardaga við Stormsveitarmenn en er bjargað af Han Solo sem kemur á The Millenium Falcon.

Leikurinn er ekki nema tíu mínútur að lengd enda er sýndaveruleikatæknin að stíga sín fyrstu spor en miðað við umsagnarnir sem leikurinn hefur fengið, er hún á réttri leið og leikurinn er allt of stuttur! Sérstaklega þegar fólk fær loksins geislasverð í hendurnar…

Hér má lesa gagnrýni og hér fyrir neðan er hægt að sjá “gameplay.”

Leikurinn er fáánlegur á Steam en það þarf að eiga sýndarveruleikagleraugu til að geta spilað leikinn. Sjón er sögu ríkari! Loksins er bókstaflega hægt að sýna inn í Stjörnustríðsheiminn og vera hluti af honum…eða allavega smá. 😉