Leikstjóradrama, episode 9 og Han Solo myndin

Það hefur aldeilis mikið gengið á í herbúðum Lucasfilm síðustu vikurnar. Fyrst tókst Colin Trevorrow (Jurrasic World) með hrikalegri gagnýni á mynd sinni “Book of Henry” að láta gagnrýnendur og eitthvað af neikvæðum Stjörnustríðs aðdáendum safna liði og reyna fá til þess að vera rekinn frá því að leikstýra Star Wars 9, sem er hreinlega út ú hött þar sem ein slæm mynd segir ekkert til um að það næsta mynd, sem er allt, allt öðruvísi verði eitthvað slæm. Fyrir utan það, að áhorfendur virðast taka betur í þessa “Indie” mynd hans en gagnrýnendur og hafa sagt að hún sé hreinlega ekki fyrir alla. Hver veit kannski verður hún “költ” mynd í framtíðinni? Ég vona það og er persónulega mjög spennt að sjá myndina.

Sjáið bara hvað greyið kallinn er leiður yfir þessu hatri á myndinni….mann langar bara knúsa hann! Hang in there, Trevorrow! Ekki hlusta á þessa gagnrýendur þeir vita ekkert um kvikmyndagerð…bara kvikmyndir. Þeir heimta frumlegheit en þegar einhver vogar sér að vera það og það “mistekst”, ráðast þeir á viðkomandi! En umm…nóg um það…

Uppfært: Colin varð rekinn og JJ tók við.


Eitt er víst að fólk mun búið að vera gleyma umstanginu í kringum þá mynd þegar Episode 9 kemur í 24.maí 2019, enda hefur Lucafilm ekkert talað um það að ætla að reka hann, enda væri það mjög sárt í ljósi þess að nú þegar hefur hann þurft að glíma við missi Carrie Fisher úr verkefninu og þurft að breyta öllu.

Mín persónulega skoðun sem aðdáenda og kvikmyndagerðarmanns er leyfa Colin að halda áfram og sjá hvað setur og sem virðist sem Lucasfilm sé á þeirri sömu skoðun, allavega lítur ekki út fyrir að hann sé í neinni hættu. Colin hefur meira segja tilkynnt það að þegar hefur verið tekið upp ein sena fyrir 9 en hann bað Rian Johnson um að taka upp eina senu fyrir sig þegar hann var ákveðnum stað, svipað hvernig Rian hvað J.J um að skipta út BB-8 í endann til að hafa R2. Þannig að tökur eru hafnar þó að þær hefjist í raun ekki fyrr en í janúar á næsta ári. Nánar um það sem er komið um Episode 9.

Þetta var þó langt frá því eina leikstjóra sprengjan sem var hent var á okkur og raun blinkar það sem kom fyrir Colin í samanburði við þá risasprengju. Þegar þær fréttir bárust að leikstjórar hliðarmyndarinnar um Han Solo, þeir Phil Lord og Chris Miller (The Lego Movice, 21 Jump street) voru reknir þegar einungis þrjár vikur voru eftir af tökutíma, varð allt vitlaust og ásakanir frá netheiminum og kvikmyndagerðarmönnum flugu á víxl, sérstaklega vegna að þeir voru látnir fara vegna listræns ágreinings. En það var þá helst vegna þess að þeir fóru allt of langt frá handritinu sem Lawrence Kasdan (The Empire Strikes Back, Return of the Jedi, Force Awakens) skrifaði og því lét Kathleen Kennedy, yfirmaður Lucasfilm þá fara. En þeir voru of mikið að breyta þessu í grínmynd í stað þess að hafa þetta mynd með gríni.

Þessar fréttir ollu mikilli reiði og áhuggjum og Rian Johsons meira segja ásakaður um það að hafa logið því að hafa fullt listrænt vald á The Last Jedi sem hann svaraði auðvitað fullum hálsi, að víst hefði hann það (enda handritshöfundur sem og leikstjóri).

Han Solo myndin var þó ekki lengi leikstjóralaus, en strax var talað um að Ron Howard, óskarsverðlaunaleikstjórans (Apollo 13, Beautiful Mind, The DaVinci code) góðvinur Lucasar og einn af leikurum hans í American Graffiti myndi taka við stýrinu og fljótt kom á daginn að svo reyndist vera og er kallinn spenntur fyrir verkefninu. Tökur halda áfram 10.júlí og spurning er hvort að hægt að sýna myndina þann 25.maí 2018. En hvernig sem fer, þá er myndin í öruggum höndum. Hér má lesa frétt (sem verður uppfærð eftir því fleiri upplýsingar berast) um það sem er vitað um Han Solo myndina.

Að sjálfsögðu fór fólk strax að hafa áhyggjur af því að þessi leikstjóraskipti þýddu að Han Solo myndin yrði ekki fyndin lengur en þá gleymdi fólk að taka það með í reikninginn að Ron Howard er framleiðandi Arrested Development, eins ferskasta grínþátts (í miklu uppáhaldi hjá greinarhöfundi.)

Netið var þó ekki lengi að taka við sér og þeir sem gerðu sér grein fyrir þeirri tengingu fóru strax að búa til meme um það. Alltaf hægt að treysta internetinu til þess að finna bæði neikvæðar…en líka jákvæðar hliðar á hlutunum.

Eftir því sem leið lengra á vikuna fóru hlutirnir enn frekar að skýrast og svo virðist vera sem aðalleikarinn hafi verið sá fyrsti sem kvaddi sér hljóðs um þessi mál, þar sem hann fannst leikstjórarnir vera of mikið að láta Han Solo vera eins og Ace Ventura! Því er ekki skrýtið að þeir hafi verið látnir fara, fyrst að leikarnir voru líka farnir að hafa áhyggjur.

Hér að gamni hægt að nálgast grínfrétt um tölvupóstsamskipti fyrrum leikstjórana og Katheleen sem átti að hafa lekið á netið. 

Netið heldur áfram að gera sér mat úr þessu og hefur meira segja Jar Jar, grátbeðið um að fá að vera með í myndinin fyrst að það hafa verið leikstjóraskipti. Hér má sjá myndband þar sem hann fer fyrst í gervi. Ekki er öll vitleysan eins…

Nú er vonandi að leikstjórarnir okkar fái vinnufrið frá þessu fjölmiðlafári en Rian Jonhson segir að eftirvinnslan á Last Jedi mun klárast í ágúst (sem þýðir að myndin mun bara sitja þarna þangað til hún verður sýnd í desember!) og næsta sýnishorn ætti að detta inn um miðjan eða lok júlí. Get ekki beðið! Þangað til njótið fyrra sýnishornsins.

Seinni hluti fréttar.