Episode IX: Það sem er þegar vitað

(Fréttin verður uppfærð eftir því sem fleiri upplýsingar berast)

Nýjustu fréttir: Colin hefur verið rekinn, JJ er tekinn við. Myndin verður sýnt 20.des 2019.

Stefnt er að því að lokamyndin í nýja þríleiknum (7-9, Force Awakens, The Last Jedi, Episode 9) komi út 24. maí 2019.

Þrátt fyrir að The Last Jedi sé ekki ennþá komin út, þá erum þegar búin að fá smá fréttir af Episode 9, sem er auðvitað ennþá ónefnd.

Leikstjóri er Colin Trevorrow sem hefur meðal annars gert Jurrasic World. Vonandi fær hann að halda vinnunni þrátt fyrir slæmu gagnrýnina á nýjustu mynd hans, “Book of Henry” en allt lítur út fyrir það, þrátt fyrir að gagnrýnendur og einhverjir aðdáendur hafi óskað þess að hann yrði rekinn og meira segja búið til undirskriftalista þess efnis. Sjá meira um það mál í fréttinni, Leikstjóradrama en þar er einnig fjallað um það Han Solo leikstjórarnir voru reknir vegna listræns ágreinings sem ætluðu að gera Han Solo að hálfgerðum Ace Ventura.

Þegar hefur verið tekið upp eitt atriði fyrir Episode 9, þrátt fyrir að sjálfar tökurnar hefjist ekki fyrr en í Janúar á næsta ári en Colin bað Rian Johnson um að taka eina senu fyrir sig, þegar hann er á ákveðnum stað. Þetta svipar til þess hvernig Rian bað J.J um að skipta út BB-8 í lok myndarinnar fyrir R2D2, þar sem hann hafði ákveðið fyrir hlutverk fyrir hann í The Last Jedi og spennandi verður að sjá hvað það er. En allir leikstjórarnir vinna mjög náið saman að þríleiknum, þó að hver og einn þeirra hafi ákveðið frelsi. Rian hefur sagt að það hafi ekki verið búið að ákveða alla söguna í þríleiknum og því hafi hann geta leikið sér mikið innan þess ramma sem hann var gefinn.

Trevorrow hefur verið duglegur að tjá sig um myndina þrátt fyrir að langt sé í hana í og við eigum enn eftir að sjá The Last Jedi en að sama skapi spillir hann engu, heldur gefur okkur einvörðugu innsýn í það hvernig hann hugsar myndina. Enda er myndin mikil ástríðuefni fyrir honum en haft er eftir honum að þegar hann frétti af því að það ætti að gera nýjan Stjörnustríðsþríleik, þá hefðum hann fundist hann verða vera með, “I believe it.”

Það hefur verið upp hallann að sækja fyrir aumingja Trevorrow, en ekki einungis hefur hann legið undir höggi fyrir nýjustu mynd sína, heldur var strax í byrjun reynt að fá einhvern annan leikstjóra og meira segja gerður undirskrifalisti þar sem George Lucas var beðinn um að taka við. Ekki veit ég af hverju er verið að legggja hann Trevorrow í svona mikið einelti, enda á það enginn skilið, gagnrýni en eitt en að reyna fá mann rekinn án þess að sjá eitt einasta efni úr myndinni er annað. Gagnrýnisraddirnar eru þó langt frá því erfiðasta sem Trevorrow hefur þurft að glíma við en án efa, var allra erfiðast verkefnið að þurfa endurskipuliggja alla myndina vegna hins hörmulega fráfalls Carrie Fisher (Leia prinsessa) en hún átti að vera í stóru hlutverki í Episode 9. Force Awakens var með Harrison Ford (Han Solo) í burðarhlutverki og The Last Jedi er myndin hans Mark Hamills (Luke Skywalker) og því var hugmyndin að níu yrði myndin hennar og var hún mjög spennt fyrir því. Því miður verður ekkert úr úr þeim áætlunum eins og svo oft vill verða í lífinu en Trevorrow hefur heitið því að sál hennar muni lifa í myndinni en Lucasfilm hefursagt, að það verði ekkert notast við stafræna tækni til að færa hana inn í myndina eins og gert var í Rogue One, bæði með yngri hana og Grand Moff Tarkin. Jafnvel þótt að bæði bróðir hennar og dóttir hafi gefið grænt ljós á það og því er spurning hvernig málið með Carrie verði leyst, þar sem The Last Jedi verður ekkert breytt til að takast á við fráfall hennar. Við verðum bara að bíða og sjá.

Þó að fráfall Fisher sé eitt og sér nóg til að skila sér í miklum tilfinningum í Episode 9, hefur Colin sagt að myndin verði mjög tilfinningarík eða muni tala sterkt til fólks sem er nákvæmlega það sem við viljum í ástkæra fjölskyldudramainu okkar, sem vill svo til að gerist í geimnum á stríðstímum…eða eins og Bad lip reading orðar það…

Annað sem að Colin hefur nefnt er að honum þykir mikilvægt að líta til þess hvernig börnin eru að horfa á þessar sögur, sérstaklega þar sem þau eru að vaxa úr grasi með þeim og verða til ný tegund af aðdáendum. Sem fjölskyldufaðir skoðar hann því grannt hvernig börnin hans horfa á sögu Rey og tengja sig við hana og er þetta afar góður punktur, þar sem það vill oft gleymast að fyrst og fremst eru myndirnar gerðar fyrir krakka. Þannig hefur það alltaf verið, þó að það leiti oft inn á myrk svæði en það gerðu gömlu grimms ævintýrin líka (óritskoðuð). Maður má heldur ekki gleyma barninu í sér og það vaknar svo aldeilis við það að hverfa inn í Stjörnustríðsheiminn með sínum óteljandi möguleikum. Ekki detta í einhverjar neikvæðisraddir heldur hafa fyrst og fremst gaman. 😉 Munið eftir leikföngunum…sjáið hvað leikarnir (Daisy- Rey og John- Finn) eru ánægðir.

Nú er bara að vona að Trevorrow fái að gera myndina í friði frá gagnrýnisröddum (nema þeirra innan Lucasfilm og geta gert eitthvað gagn). Þetta hljómar allavega mjög vel, allt það sem hann hefur talað um.

Myndin fer í tökur í janúar á næsta ári og stefnt er að því að sýna hana 25.maí 2019.