Star Wars Battlefront II EA

Battlefront II 2 EA er væntanlegur 17.nóvember og lítur hann rosalega vel út en fengum smjörþef af honum á Star Wars Celebration en nú hrannast inn fréttirnar um hann.

Tékkið á sýnishorninu fyrir neðan og gameplay en á næstu mánuðum munum við fá enn fleiri fréttir um leikinn eftir því sem útgáfudagur nálgast.

Hægt er að forpanta leikinn og fá Beta útgáfuna eitthvað fyrr en sjálfan leikinn og alls konar gúmmulaði sem fylgir með í kaupæti.

Inferno Squad sem er skáldsaga og er væntanleg núna 25.júní, mun tengast beint við leikinn en sú bók gerist eftir Rogue One og milli New Hope og Empire Strikes back.

Auk þess er á leiðinni leikur frá Visceral, þeim sömu og færðu okkur Uncharted og Asssain’s Creed leikina en þar sem enn er vitað mjög lítið um hann og flest allt orðrómur, verður beðið með fjalla um hann þar til eitthvað hefur verið staðfest. Hér má þó sjá smávegis úr leiknum en orðrómur segir að hann gerist á milli New Hope og Empire strikes back og fjalli um einn af eftirlifendum Alderaan, Dodger sem tekur að sér verkefni fyrir Jabba Hutt til þess að komast af lista eftirlifanda en Keisaraveldið er víst að elta þá uppi.

Því eru spennandi leikjatímar fram undan og persónulega er ég bíða eftir að fá einhverjar fréttir af Lego Star Wars Rogue One en Lego leikirnir hafa alltaf verið frábærir, sem og flestir Stjörnustríðsleikirnir. Fljótlega koma hérna inn greinar um nokkra af þeim.