Forces of destiny – Nýir teiknimyndaþættir

Þegar Kathleen Kennedy tók við stjórn Lucas Film eftir að George Lucas seldi það til Disney, hét hún því að Star Wars myndi stækka hlut kvenna, enda er það með ein af þekkstu kvenhetjunum í kvikmyndasögunni, hana Leiu prinsessu og herhöfðingja og hefur hún Kathleen aldeilis staðið við stóru orðin með að hafa konur í aðhlutverkum (Rey í The Force Awakens, Jyn í Rogue One, Idiena í Battlefront EA II leiknum) að sumum þykir jafnvel nóg um, á meðan aðrir og þá sérstaklega konur fagna þessari byltingu.

The Forces of destiny (Máttur örlagana) sem var fyrst kynnt á Star Wars hátíðinni og er frá þeim sömu og gerðu Rebels, tekur femínusku byltinguna enn lengra en þar eru helstu kvenhetjur Star Wars í aðahlutverki, Rey, Jyn, Ashoka, Leia, Sabine, Maz, en hver þáttur er ekki nema þrjá mínútur að lengd, svokallað lítið ævintýri þar sem er sýnt hvað litlar ákvarðanir skipta miklu máli fyrir stóru myndina og stelpurnar að taka til eftir strákana…það er vesenið sem þeir hafa búið til…(þó að konur eigi líka sinn þátt í því að búa það til…! ;))

Þættirnir verða sextán talsins og sýndir á Disney youtube rásinni í júlí, auk þess að það verða tveir auka þættir í haust. Það verður spennandi að sjá þá sem ættu að hjálpa manni að gera biðina eftir The Last Jedi bærilegri.

Að sjálfsögðu fylgir flott leikfangalína með þáttaröðinni og það er einmitt gert til þess að stemma stigu við þeirri gagnrýni að það vanti Star Wars dót fyrir stelpur, með stelpum. Til að mynda vantaði mikið af Rey dóti eftir The Force Awakens, sem var frekar mikið hneyksli, þar sem hún var aðalhlutverkið en þeir hafa heldur betur bætt úr því.

Persónulega er ég ánægð með þessa þróun að bæta við stelpum og hafa þær meira áberandi, svo lengi sem að strákanir munu ekki gleymast sem virðist ekki ekki vera raunin, með Svarthöfða myndasögunni, Poe Dameron myndasögunni, Han Solo myndinni og svo er bara spurning hver næsta hliðarmynd verður eftir hana, Obi Wan eða Boba Fett eða eitthvað allt, allt annað? Það verður vonandi tilkynnt í júlí á Disney hátíðinni.

Uppfært – Hér er hægt að sjá alla þættina í heild sinni en þeir eru átta talsins (ætli þessu verði ekki skipt í tvær þáttaraðir þar sem upprunalega var talað um sextán…)

Um Rósa Grímsdóttir

Star Wars aðdáandi, kvikmyndargerðarkona, myndskreytir og rithöfundur.
Þessi færsla var birt undir Annað, Forces of Destiny, Leikföng/safngripir, Teiknimyndaþættir. Bókamerkja beinan tengil.