Aftermath þríleikurinn

Aftermath (Eftirleikja) þríleikurinn brúar bilið á milli Return of the Jedi og The Force Awakens í stað Legends bókanna. Þar kemur í ljós að keisarinn er langt frá því dauður úr æðum, þrátt fyrir að vera dauður þar sem hann skildi skilaboð eftir til eftirmanna sinna, þeirra sem seinna meir stofna The First Order.

Þrátt fyrir að gömlu hetjurnar séu ekki í aðalhlutverki í bókunum, það eru þær Sloane fyrir uppreisnina og Norra fyrir Keisaraveldið, eru þær ekki fjarri góðu gamni og við fáum að skyggnast inn í líf þeirra. Luke virðist alltaf vera týndur og Ben (núverandi Kylo Ren) fæðist í lokabókinni, á þeim degi sem Keisaraveldið líður undir lok, svo við fáum að sjá smá hamingjuríkt fjölskyldulíf ólíkt því sem er í gangi í The Force Awakens.

En reyndar virðast myrku öflin strax hafa verið að reyna taka yfir Ben, strax í móðurkviði sem er ennþá skuggalegra heldur en það sem kom fyrir Anakin (Svarthöfði), nema ef það yrði einhvern tímann svarað hvort að það var í raun veru Darth Sidious eða Darth Plagues sem bjó hann til…

Auk þess fáum við að sjá The Empire’s end fáum við að sjá bardagann mikla á Jakku, sem Rey er einmitt að safna dóti eftir til þess að eiga fyrir mat og mikið er talað um the Unknow regions, þar sem er líklegt að Snoke komi frá. Meira segja fengum við að vita um afdrif Jar Jar í bók 2, Life’s debt.

Ýmsum spurningum er svarað en öðrum er haldið ósvarað til þess að vera svarað í The Last Jedi og seinna í Episode 9. Þar að auki er sumu svarað í bókinni Bloodline sem gerist sex árum á undan The Force Awakens.