Fréttir af Han Solo og Episode IX

Það er nóg um að vera í framleiðslu væntanlegra Star Wars mynda og í þessari viku fengum við að vita meira af Han Solo myndinni og Episode IX, þó að töluvert langt sé í þá síðarnefndu.

Núverandi leikstjóri Han Solo myndarinnar, hann Ron Howard, er hrikalega duglegur að deila myndum af setti en þó án þess að gefa upp neina spilla.

Hér eru myndir af nýjum vélmönnum, það seinna svipar til R2 og BB-8 (liturinn) en það fyrra virðist vera eins konar plötusnúður.
Auk þess hefur frést að Warik Davis, stjörnustríðleikari (hefur verið í öllum myndum frá Return of the Jedi en hann varð þekktur fyrir að leika Wicket 0g hefur verið í fjölda annarra kvikmynda) og var auk þess aðalhlutverkið í myndinni hans Ron Howard, Willow muni vera með eitthvað hlutverk. En ef marka má myndina fyrir neðan átti hann þegar að vera í myndinni, það sem gerir þetta hins vegar skemmtilegt er að Ron Howard er að fá óvænt tækifæri til þess að leikstýra honum aftur eftir þrjátíu ár.

Þar að auki verður leikarinn Clint Howard, bróðir Ron með gestahlutverk en að öllum líkindum hefur honum verið bætt við við nýja planið eftir að Ron tók við.

 

Allt virðist vera ganga eins í sögu í framleiðslu myndarinnar eftir bakslagið með að brottrekstur fyrrum leikstjóra og hafa allir sem eru þátttakendur í henni, ekkert nema gott að segja.

Allt virðist því vera á áætlun og allt stefnir á myndin rati í kvikmyndahús á réttum tíma en hún er væntanleg 25.maí 2018.

 

***

Þrátt fyrir Episode IX, síðasta myndin í nýja þríleiknum komi ekki út fyrr en 24.maí 2019, þá hefur leikstjórinn Colin Trewoor verður duglegur að tjá sig, án þess þó að gefa neitt upp og sérstaklega eftir að fólk lýsti óþörfum áhyggjum yfir að hann væri við stjórnvölinn vegna þess hversu illa nýjast mynd hans, “Book of Henry” gekk.

En nú er svo komið að það hefur verið ráðinn nýr handritshöfundur, Jack Thorne til þess að endurskrifa handritið, en þó fyrst og fremst til þess að koma því niður í tvo tíma og skerpa samtölin. Það er ekkert óvenjulegt að inn sé fenginn annar handritshöfundur en það hefur átt við um allar nýju myndirnar, The Force Awakens, Rogue One, reyndar ekki The Last Jedi. En hugmyndin er að fá annan til að koma inn með nýja sýn ekki að það þurfi að gerbreyta sögunni eins og margir virðast halda.

Jack Thorne er þekktur sjónvarpsþáttahöfundur í Bretlandi en þekktastur er hann fyrir að vera meðhöfundur að leikritinu “Harry Potter and the cursed child.”