Sýndarveruleikur: Secrets of the Empire

Þrátt fyrir að langt sé í opnun skemmtigarðsins, Galaxy’s Edge en stefnt er að opnun sumarið 2019 erum þegar búnar að fá nokkrar spennandi fréttir af honum. Nú virðist sem vera sem að fólk geti tekið forskot á sæluna með væntanlegum sýndarveruleik, Secrets of the Empire sem verður í öðrum skemmtigörðum Disney, Downtown Disney í Disneyland Resort og Disney Springs at Walt Disney World Resort. En stefnt er að því að opna leikinn í kringum hátíðirnar.

Við vitum þegar af Star Wars hótelinu sem verður í Galaxy edge og eins og það eitt og sér væri ekki nóg til þess að láta mann lifa sig inn í söguna, þá er þessi nýi sýndarveruleikur þess leiðis að fólk bókstaflega mun lifa sig inn í söguna.

En Star Wars hafa þegar verið að gera nokkrar tilraunir með sýndarveruleikann, eins og þegar þeir gáfu út leikinn “Trials of Tatooine” þar sem maður fær tækifæri til þess að nota geislasverð og laga the Millenium Falcon.

En sá leikurinn var takmarkaður við rýmið sem maður var í og því ekki hægt að hreyfa sig mikið ólíkt Secrets of the Empire sem mun hafa töluvert meira frelsi en sá leikur. Hér er yfirlýsing frá The Void, í samstarfi við ILMxLab, sem gera leikinn sem er væntanlegur þessi jólin.

“A truly transformative experience is so much more than what you see with your eyes; it’s what you hear, feel, touch, and even smell. Through the power of THE VOID, guests who step into Star Wars: Secrets of the Empirewon’t just see this world, they’ll know that they are part of this amazing story.”  

Þeir lofa semsagt að þú getir nýtt skilningarvitin til hins ítrasta, heyrt, fundið, snert og jafnvel fundið lykt! Þannig að fólk sjái ekki bara heiminn heldur séu virkilegir þátttakendur.

Hér fyrir neðan má líta á concept art frá Lucas Film og lítur út fyrir að leikurinn muni gerast á tímum Rogue One, ef marka má vélmennið K2S0 og að við sjáum kastalann hans Svarthöfða á Mustafar en sagan gæti að einhverju leyti gerst þar.

En við verðum víst bara að bíða og sjá þar til fleiri fréttir berast.
Nánar.

Þegar hefur verið sagt frá “Jedi challenges” sem er líka væntanlegur sýndarveruleikur, þar sem fólk mun geta notað geislasverð og jafnvel spilað Dejarik sem er hvað líkastur skák hjá okkur en við fengum fyrst að kynnast í New Hope.

Spurning hvort að það séu fleiri sýndarveruleikar á leiðinni sem við höfum enn ekki heyrt um? Það mun tíminn einn leiða í ljós…