Star Wars merkið

Þegar fyrsta Star Wars myndin var í framleiðslu var þróað merki fyrir myndirnar. Það var hannað af Dan Perri sem hafði búið til titla fyrir myndir eins og Exorcist og Taxi Driver.

Merkið átti að fylgja upphafstexta myndanna. Það var ákveðið að það yrði ekki notað fyrir það, en var notað fyrir prent auglýsingar og kvikmynda kynningar.

Merkið sem var notað fyrir upphafstexta myndanna var hannað af Suzy Rice. Notað er breytt útgáfa af letrinu Helvetica Black. Merkið átti upphaflega að vera notað fyrir bækling til að kynna myndina.

Gary Kurtz var svo hrifinn af merkinu að hann notaði það í fyrir upphafstexta myndarinnar í stað merkis Perri. Þetta er eitt af þekktustu merkjum í kvikmynda hönnun í dag.