Fyrsta Star Wars myndin

Þann 25. Maí 1977 kom Star Wars fyrst fyrir sjónir fólks og varð hún mjög vinsæl. Hún fór í fyrsta sætið á listanum yfir myndirnar með hæstu tekjurnar og var með 460 milljón dollara í tekjur í Bandaríkjunum og 775 milljón dollara á heimsvísu. Fólk hafði aldrei séð annað eins og margir fóru aftur að sjá myndina.

Myndin fékk samtals 11 tilnefningar til Óskarsins, en fékk að lokum 7 óskara. Hún vann fyrir bestu frumsömdu tónlistina, bestu framleiðsluhönnun, bestu hljóðblöndun, bestu myndbrellurnar, besta búningahönnun, besta kvikmyndaklippingin og fékk Special Achievement Award.