Episode V: The Empire Strikes Back

Höfundur greinar:Rósa Grímsdóttir

,,Á sama tíma og Luke er í þjálfun hjá meistaranum Yoda til að vera Jedi riddari, eru vinir hans á fullri ferð undan flota Keisarans sem er undir stjórn Darth Vader en hann er með það á heilanum að snúa Skywalker til myrku hliðar máttarins. (Tilraun til þýðingar á http://www.imdb.com/title/tt0080684/?ref_=sr_5)
Velgengi fyrstu Star Wars myndarinnar (sem er í dag talin sú fjórða í röðinni) kom öllum í opna skjöldu og því var ekki langt að bíða að framhald liti dagsins ljós.

Star Wars V: The Empire Strikes Back (en var sínum tíma önnur myndin í röðin) kom í kvikmyndahús árið 1980 og mætti í raun segja að með henni hafi Star Wars æðið farið á fullt skrið. Myndin hefur að geyma einar af eftirminnilegustu setningum Star Wars og í raun kvikmyndasögunnar.

Myndin er líka töluvert myrkari en forveri hennar, mun þéttari og ólíkt myndum sem eru númer tvö í röðinni lýður hún ekki fyrir það. Endirinn fær þig til að biðja um meira enda er þarna ævintýrið í raun rétt að hefjast. Margir vilja halda því fram að The Empire Strikes Back sé í raun besta Star Wars myndin af þeim öllum. Enda mætti segja að hjá flestum sé þetta sú mynd sem kveikti Star Wars bálið innra með þeim.

Harrison Ford reyndi að losna úr Star Wars myndunum með því að láta frysta persónu sína Han Solo, en vegna velgengni myndarinnar losnaði hann ekki svo auðveldlega, ekki frekar en Alec Guinness sem lék gamla Obi Wan Kenobi. Það var sama hvort þeim líkaði betur eða verr. Star Wars var komið til að vera.

Hverjum hefði þó getað grunað að ekki bara ein mynd heldur þrjár til viðbótar myndu fylgja í kjölfarið af The Empire Strikes Back? Þó að vísu hafi sú elsta af þeim yngstu (The Phantom Menace) ekki komið út fyrr en sextán árum síðar.

Star Wars lifir þó enn og þökk sé samningnum við Disney munu við eiga von að sjá fleiri Star Wars myndir í framtíðinni. En hvort að þær myndir munum ná sömu hæðum og Empire Strikes Back gerði á sínum tíma, það mun tíminn einn geta skorið út um.

 

Nýjar persónur sem koma fram í myndinni: Lando Calrissian, Yoda.
Nýjar plánetur: Ísplánetan Hoth, fenjaplánetan Dabobah og skýjaplánetan Bespin.

3 Responses to Episode V: The Empire Strikes Back

  1. Bakvísun: Greinar um myndirnar | Star Wars

  2. Bakvísun: Titlinn á 8 og Rogue One óskarsverðlaunatilfnefningar | Star Wars

  3. Bakvísun: The Last Jedi: Rian segir… | Star Wars

Skildu eftir svar