Höfundur greinar: Jóhannes Ragnar Ævarsson
“Það er tími borgarastríðs í geimnum, geimskip uppreisnarmanna sem ráðist hefur frá faldri geimstöð hefur unnið sinn fyrsta sigur í baráttunni á móti hinu illa Veldi.
Í bardaganum tókst uppreisnarnjósnurum að stela leyniteikningum af ofurvopni Veldisins, Dauðastjörnunni sem er vopnuð geimstöð með nægan kraft til þess að eyða heilli plánetu.”

Þetta er myndin sem byrjaði Star Wars æðið, en ekki sú fyrsta í röðinni. Hún er fjórða myndin og má segja að galdurinn við hana sé að hún byrji í miðri atburðarás.
Myndin var fyrst sýnd árið 1977 og markaði tímamót í kvikmyndasögunni og var ein af fyrstu myndunum sem hægt er að kalla “Summer Blockbuster”, sem eru gerð kvikmynda með hæstar sölutekjur og eru vinsælastar í kvikmyndahúsum á sumrin.
Í byrjun myndarinnar þarf áhorfandinn að hafa sig allan við til þess að ná því sem er að gerast.Stórt geimskip er að ráðast að minna geimskipi til að reyna gera leyniteikningar upptækar og þarf áhorfandinn að fylgjast vel með til að missa ekki af því sem er að gerast. Það var ekki aðeins atburðarásin sem var hraðari, myndin hófst í miðri atburðarás.
Þegar reynt er að skilgreina undir hvaða hatt Star Wars fellur, þá er hægt að flokka hana sem ævintýrasögu sem gerist í geimnum. Hún er nútíma ævintýrasaga full af átökum á milli góðs og ills. Allt eru þetta hlutir sem gera myndina að ævintýramynd.Margar ævintýrasögur hefjast með setningunni “einu sinni var…”.
Star Wars myndirnar hefjast með setningunni, “Endur fyrir löngu í fjarlægri vetrarbraut langt,langt í burtu“.
Markmið George Lucas var að hún yrði goðsaga fyrir geimöldina. Hún er ævintýrasaga sem byggir á sögubyggingu sem nefnist Ferð Hetjunnar eða Heroes Journey. Það er uppbygging sem finnst í kvikmyndum, sögum og draumum. Allar sögur eru með ákveðna söguuppbyggingu sem eru notaðar til að lýsa hvernig saga er uppbyggð.
Hægt er að sjá það þegar Luke er kynntur til sögunnar.Í byrjun myndarinnar þá er hann bóndastrákur sem leiðast bústörfinn. Venjulegi heimur hans er á bóndabýli með þeim kvöðum sem því fylgja.
Vélmennin eru fyrsta skrefið í átt að ævintýraheiminum sem hann vill komast til. Kall ævintýrisins kemur þegar Obi Wan Kenobi biður hann um að koma með sér til Alderaan. Þegar hann er komin með annan fótinn inn í ævintýraheiminn, þá kallar venjulegi heimurinn á hann og hann hafnar kalli ævintýrisins.
Það er ekki fyrr enn að Stormsveitarmenn Veldisins ráðast á bóndabýlið og eyðileggja það að venjulegi heimur hans er eyðilagður. Þá ákveður hann að fara með Ben til Alderaan, hann hefur svarað kalli ævintýrsins.
Nýjar persónur sem koma fram í myndinni: Han Solo, Chewbacca, Luke Skywalker, Princess Leia
Nýjar plánetur:Yavin 4
Bakvísun: Titlinn á 8 og Rogue One óskarsverðlaunatilfnefningar | Star Wars
Bakvísun: The Last Jedi: Rian segir… | Star Wars
Bakvísun: Sýndarveruleikur: Secrets of the Empire |
Bakvísun: Ný hliðarmynd: Obi Wan Kenobi |
Bakvísun: „From a certain point of view“ – smásagnabók |