Episode VI: Return of the Jedi

Höfundur greinar: Rósa Grímsdóttir

Eftir að hafa bjargað Han Solo úr höll Jabba the Hutt, gera andspyrnumennirnir tilraun til þess að eyða seinni Death star á meðan Luke Skywlker reynir að fá föður sinn til að snúa aftur til ,,Light Side of the Force.”

Lausleg þýðing á synopsis á imdb.com

ReturnOfTheJediPoster1983

Return of the Jedi átti 30 ára afmæli í ár en hún var fyrst sýnd 25.maí 1983 og átti upphaflega að vera lokamyndin. Því liggur óragrúi af upplýsingum um framleiðsluferlið, viðtökurnar og er ótrúlegt að hugsa til þess í dag, hvað það var í raun erfitt að framleiða myndina og hvað hún olli miklum deilum á sínum tíma. Í raun er með hreinum ólíkindum að Lucas hafi ekki aftur verið í hættu með að fá hjartaáfall af öllu stressinu eins og var með A New Hope. En sem betur fer fannst nú lausn á öllu saman. Þetta er því fræðandi og skemmtilegur lestur og sem dæmi má nefna fjallar ein af sögunum um uppreisn Ewoks leikarana. Þeir gerðu uppreisn þar sem þeim þóttu vinnuaðstæðurnar óviðunandi og stungu af á flugvöllinn þannig að þurfti að elta þá uppi. Spurning er samt hvort að hér sé um að ræða gróusögu og ber því að taka öllu með fyrirvara sem stendur á imdb en sagan er engu að síður skemmtileg afþreying. Greinarhöfundur tók því saman nokkrar af þeim sögum sem allir eru sammála um að hafa gerst en fyrst og fremst fjallar greinin um hið svokallaða hatur á Ewoks og hverjir þeir eru.

Ewoks

Á meðan tökur stóðu yfir á myndinni var hún kölluð “Blue Harvest” og sögð vera hryllingsmynd til þess að bæði að villa um fyrir blaðasnápum og fyrir þeim sem leigðu þeim landið, því að ef þeir kæmust að því að hér væri um að ræða Star Wars mynd myndi allt vera miklu dýrara. Það var þó ekki eini nafnaruglingurinn sem átti sér stað í kringum myndina. Upprunalega átti myndinheita Revenge of the Jedi en því var breytt tilkomast hjá ruglingi við Star Trek myndina Revenge of Khan. Nafninu á þeirri mynd var hins vegar líka breytt af sömu ástæðu og kallast því í dag Wrath of Khan. Aðrir vilja þó meina að stóra ástæðan fyrir nafnabreytingunni á Return of the Jedi, hafi verið að Jedi hefna sín ekki. Því fékk Sith að njóta nafnsins í þriðju myndinni, Revenge of the Sith þegar við sjáum loksins Anakin Skywalker breytast í Svarthöfða.

Light saber fighting

Hrakfallasagan mikla hjá Return of the Jedi byrjaði strax á fyrsta tökudegi því að þá kom í ljós að öll geislaverðin hans Svarthöfða voru annað hvort týnd eða hafði verið stolið. Til þess að bjarga sér breyttu framleiðendurnir “áhættu” geislasverðunum hans Loga Geimgengils úr fyrri myndinni í sverð fyrir Svarthöfða. Fleiri skemmtilegar sögur er hægt að lesa á imdb.com og á þessari síðu sem einnig tók saman sögur í tilefni af 30 ára afmæli myndarinnar. Greinarhöfundur mælir eindregið með því að lesa athugasemdirnar á eftir greininni sem eru jafn fróðlegar og greinin auk þess sem þar eru skemmtilegar umræður á ferð, því auðvitað fer fólk að hnakkrífast eins og gengur og gerist. En engu að síður er hér gott efni á ferð. Gaman að gleyma sér yfir því.

Vader and Son 2

Return of the Jedi þótti verst í bálknum alveg þar til Episode one: The Phantom Menace kom út 1999. En hvernig stóð á því að fólk var svona ósátt við Return of the Jedi, þáverandi lokamynd, þegar það hafði beðið í ofvæni eftir henni? Of miklar væntingar? Ef til vill en fyrst og fremst voru aðdáendur reiðir út í Lucas fyrir að barnavæna myndirnar með því að kynna til leiks Ewoks eða litlu bangsana. Þessi sama gagnrýnisrödd var enn háværari í kringum Phantom Meance vegna Jar Jar, sem tókst að verða enn hataðari en Ewoks. Lucas gerði þó bara myndirnar barnalegri fyrir þá einföldu ástæðu að geta höfðað til sem flestra aldurshópa, enda alltaf verið snjall í markaðssetningunni.

Star Wars dót

Það er ekki nóg með það að Lucas hafa sætt þeirri gagnrýni heldur var hann einnig sakaður um að hlutgera kvenmenn og var þá horft á klæðnaðinn hennar Leiu, sem hún var neydd til þess að klæðast hjá þrælasalanum Jabba the Hut. Þótt áhorfendum þetta of mikil ,,fanservice” og niðurlægjandi fyrir Carrie Fisher sem leikur Leiu. Það fyndna er hins vegar að hún bað sjálf um að vera klædd svona þar sem búningarnar í fyrri myndunum huldu hana víst of mikið, þannig að það var erfitt að sjá hún væri kvenmaður. En það var þó ekki bara þrælabúningur Leiu sem olli umtali hjá feministunum. Líka það að það væru fá kvenhlutverk og spurningar bornar upp eins og af hverju geta konur ekki alveg eins stjórnað geimflaugunum. Sumir vilja þó bera hönd fyrir Lucas og benda á að það voru víst kvenkyns flugmenn en þær línur voru klipptar út vegna þess að leikurinn þótti of lélegur. Þessar gagnrýnisraddir eru enn háværar í dag og lifir jafn vel og hatrið á Ewoks.

Jabba the hut

Það var tilviljun sem réði því að Ewoks komu yfir höfuð inn í söguna. Upprunalega áttu þeir að vera Wookies en Lucas fannst þeir of tækniþróaðir til þess að passa við plottið sem frumbyggjar. Sú staðhæfðing er þó undarleg ef horft til þess að hann átti í engum vandræðum með að sýna þá þannig í Revenge of the Sith. Aðrir vilja þó meina að aðal ástæðan fyrir því að Wookies breyttust í Ewoks og var að þeir höfðu ekki efni á því að láta sauma svona stóra búninga á þessum tíma. Því fengu Wookies frumbyggjarnir ekki að njóta sín fyrr en í þriðju myndinni.

Eins og Star Wars er von og vísa þá hefur verið vísað í það á ótrúlegustum stöðum og þar er How I met your mother engin undantekning. Í einum þættinum er fjallað um svokallað Ewok timeline sem er kenning búin til af einum af söguhetjum þáttaraðarinnar, Barney Stinsson, til þess að greina hvað fólk er gamalt. Þeir sem eru fæddir eftir 25.maí 1983 hata Ewoks en þeir eru fæddir eftir þann tíma eru hrifnir af þeim þar sem þeir minna á bangsana þeirra. Þó að greinarhöfundur kollfalli í þá aldursgildru (hrifin af Ewoks) verður að taka þessari kenningu með fyrirvara, þar sem til eru dæmi um fólk sem er fædd eftir þennan tíma en þolir þá samt ekki. Þessi ber einnig að geta að í sama HIMYM þættinum heyrist í Yub Nub laginu sem Ewokarnir sungu í Return of the Jedi.

ewok

Í dag vilja margir aðdáendur meina að Return of the Jedi sé best í flokknum, það er ef þeir komast fram hjá Ewoks hatrinu. Það er spurning hvar þessi mynd mun standa eftir að nýju myndirnar koma út. En hvað öllum deilum viðvíkur þá er þessi mynd með eitt stærsta hjartað og lokar vel sögunni hans Anakins Skywalker.

Funeral Pyre

Nýjar persónur: Ewoks, Mohan Moran, Jabba the Hut

Nýjar plánetur sem koma fram í myndinni: Skógarplántan Endor