Galdurinn á bakvið Star Wars

Í hvert skipti sem ég heyrði eða las um Stjörnustríðsmyndirnar sem krakki, þá sýnti ég því miklum áhuga. Í mörgum tilfellum er hægt að líkja þessu við trúarbrögð og myndunum hefur verið breytt í trúarbrögð sem heita Jedism, svo mikill er áhuginn hjá mörgum.

Kannski er það of langt gengið, en hver er galdurinn á bakvið Star Wars ? Fyrstu myndirnar sem voru gerðar fyrir um 40 árum byrja í miðjum kafla og gerast í fjarlægri vetrarbraut endur fyrir löngu.

Sögurnar sýna ákveðna heimsmynd um liðinn tíma sem við verðum að fá að vita meira um. Hver kafli byrjar á æsispennandi atriði í upphafs texta myndanna. Það dregur okkur sem áhorfendur inn í myndirnar.

Myndirnar eru nútíma goðsaga, eða ævintýrasaga sem gerast í geimnum og er hægt að segja að hann sé ókannaða svæðið í dag. Þar er hægt að leika með ímyndurnaraflið og skapa sögur sem láta hugmyndarflugið virkilega takast á flug.

Við þurfum fleiri svona sögur til að létta okkur lífið og sjá hlutina sem gerast endur fyrir löngu í fjarlægri vetrarbraut. Í dag er hægt að horfa á alla 9 kafla myndanna,2 Sjálfstæðar myndir,Mandalorian sjónvarpsþættirnir og nokkrar teiknimyndaseríur. Það er því mikið á boðstólum fyrir aðdáendur og kvikmyndaáhugafólk.

Við bíðum eftir fleiri myndum og þáttum og vonum að mátturinn verði með Star Wars um ókomna tíð. Við óskum Star Wars aðdáendum gleðilegs nýrs árs.