Framundan í Star Wars

Þó að kvikmyndirnar séu í fríi er allt á fullu í þáttagerð. Þar má nefna, þriðju seríu af Mandalorian en önnur í þeim flokki kláraðist um jólin: Ashoka og Boba Fett sem báðar gerast á sama tíma og Mandalorian. Að auki er Obi Wan Kenobi þáttaröð væntanleg en hún fer fljótlega í tökur, eftir heilmiklar tafir sökum heimsfaraldurs og endurskrifum á handriti. Síðast má en ekki síst, er líka væntaleg og hefur verið í býgerð lengi, þáttaröð um Cassian Andor en það er forsaga sem gerist á undan Rogue One. Allar þáttaraðirnar verða sýndar á streymisveitunni Disney Plus en þegar eru fyrstu tvær af Mandalorian, auk fjölmargra teiknimyndasería.

Fyrir utan þáttaraðirnar, var svo að hefjast næsta skeið í Stjörnustríði eftir að Skywalker sögunni lauk með níundu myndinni, The Rise of Skywalker. Það er The High Rebulic, sem gerist reyndar fyrst í tímaröðinni, löngu á undan Skywalkers og fyllir í skarðið, sem Old Republic serían hafði en hún flokkast nú undir legends en ekki “canon.”

Legends eru sögurnar sem gerðar eftir ýmsa höfunda sem gerðust hvað flestar eftir Skywalker sögu myndunum og áður en Disney keypti Lucasfilm af George Lucas, hönnuði Star Wars. “Canon” er í raun því bara það sem er að gerast í núverandi söguheimi og margt úr gömlu legends hefur fengið að fljóta með inn í þetta nýja, hvort sem það eru bækur eða tölvuleikir. Það er því að nóg af Stjörnustríði, gamalt sem nýtt og eitthvað fyrir alla aðdáendur. Sannkallað veisluborð.

High Republic

Nú þegar Skywalker sagan er búin, þá velta margir fyrir sér hvað tekur við. Disney er með nokkur járn í eldinum og í ágúst á þessu ári kemur út ný syrpa af bókum sem nefnist High Republic. Bækurnar gerast 200 árum áður en Phantom Menace.

Þetta er tímabil þegar Galactic Republic og Jedarnir eru upp á sitt besta. Það er vonandi eitthvað sem við munum eiga von á að sjá í bókunum þegar Jedarnir voru sannir verndarar friðar og réttlætis. Lesendur munu geta séð nýtt sjónarhorn á vetrarbrautina í viðburðarríkum sögum. Við munum læra um hvað það er sem hræðir Jeda.

Þetta var gullöld þeirra og tími útvíkkunar í ytri geimnum. Þetta er tímabil sem ekki mun verða í neinni kvikmynd og því fengu rithöfundar eins og Claudia Gray, Daniel Jose Oliver, Justina Ireland, Cavan Scott og charles Soule frjálsar hendur við að skapa nýjan heim sem við munum sjá í bókum fyrir fullorðna, unglinga og börn.

Fyrsta bókin mun koma í ágúst á þessu ári og nefnist hún Light of the Jedi.

Light of the Jedi

Bækurnar í High Republic bókaflokknum: