Nýr Lego leikur, Skywalker sagan

Á E3 tölvuleikjaráðstefnunni var fjallað um nokkra Star Wars leiki, viðbætur við Battlefront II, The Jedi Fallen Order sem kemur í nóvember og endurútgáfa á gömlum leikjum. En síðasta en ekki síst var tilkynnt um nýjan Lego leik eftir langt hlé, sem ber heitið Skywalker sagan en þar verður farið verður yfir allar níu myndirnar (eftir að níu er komin út). Hann er því ekki væntanlegur fyrr en á næsta ári.


Celebration 2019: Dagur 1. Episode 9 – The Rise Of Skywalker kynning

Episode 9 kynning á Star wars hátíðinni í Chicago, þar sem Stephen Colbert var kynnir og gestir voru, JJ. Abrahams (leikstjóri 7 og 9), Kathleen Kennedy (framleiðandi), Daisy Ridley (Rey), John Boyega (Finn), Oscar Isaac (Poe), Kelly Mary Tran (Rose), Jonas Suutamo (Chewbacca), Anothy Daniels (C3P0), Naomi Ackey (Jana, ný persóna), BB-8 og nýtt vélmenni DIO.

Á kynningunni voru spurningar (án spilla) lagðar fyrir leikstjórann, framleiðanda og leikara ásamt því að við fengum að sjá ljósmyndir úr myndinni og að tjaldabaki. Í lokin var svo afhjúpað sýnishorn þar sem tititillinn á lokamyndinni kom loksins fram.

En þetta var bara fyrsti útsendingardagurinn af fjórum frá Star Wars hátíðinni sem stendur nú yfir í Chicago.

Þar mátti einnig sjá sýnishorn frá væntanlega sýndarveruleik, Vader Immortal, haldið var upp á 20 ára afmæli Lego Star Wars, fullt af vörum voru sýndar, meðal annars fyrir væntanlega skemmtigarðinn Galaxy Egde sem opnar nú í maí og svo mætti lengi telja.

Það er heil Star Wars veisla framundan. Njótið!

Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá degi 1.

Hér fara þau í Star wars þættinum yfir hátíðardagskrána.