Alræmdi Star Wars hátíðarþátturinn (Holiday Special)

Í tilefni af þess að það eru páskar á morgun, er vert að minna á að það er til hátíðar Star Wars þáttur (Holiday Special) sem var sýndur í sjónvarpi á milli þess sem The New Hope og The Empire Strikes back kom út. Þrátt fyrir að Lifeday í þættinum eigi mun meira skylt við jólin heldur en páskana, þá er engu að síður gaman að rifja upp þenna alræmda þátt (sjón er sögu ríkari). En Georg Lucas er sagður hafa skammast sín svo mikið fyrir að hafa látið gera þetta að hann vildi að láta brenna allar myndbandspólurnar með þessu. Aðalleikarnir í upprunalegu trílógunni (episode 4-6), Mark Hamill (Luke Skywalker), Carrie Fisher (Leia Organa) og Harrison Ford (Han Solo) voru samningsbundin til þess að taka þátt í þessu. Mark gerði það með sinni eilfu bjartsýni, Harrison lét sig hafa það, Carrie var víst full og neita að taka þátt í þessu nema hún fengi að syngja sem hún fékk að gera, en það er bara eitt af þeim fjölmörgu undarlegu tónlistaratriðum í þættinum. En þetta er bara partur af þeirri sögu sem umlykur gerð þessa alræmda þátts og nánar má kynna sér um það í myndbandinu neðst í greininni.  

Í stuttu máli fjallar hann um að Chewie er að reyna komast til fjölskyldunnar sinnar á Kashyyk, í tæka tíð fyrir Lifeday sem eru eins og jólin í Star Wars heiminum (fá pakka og allt er voðalega hátíðlegt). En auðvitað lenda Chewie og Han í flugbardaga við Keisaraveldið sem tefur þá en við fáum þó minnst að fylgjast með þeim og er sjónum okkar aðallega beint að fjölskyldu Chewie, syni hans Lumpy, konu hans Mala og pabba hans Itchy sem bíða milli vonar og óttar eftir að hann komi. Inn til þeirra flækjast stormsveitarmenn, farandsölumaður og við fáum skemmtiatriði inn á milli. Þetta er í raun eins og jóladagatal enda mest megin hugsað fyrir litla krakka, þó að sumt virðist vera einum of fullorðnislegt fyrir þá. Eins og Itchy virðist vera horfa á eins konar…klámrás og svo er eina sena þar sem stormsveitarmaður er að hlusta á rokkband flytja lag. Tóninn er því út um allt en en á endanum fer allt vel eins og í sannri jólasögu (ó, nei spillir! ;)).

Er þetta jafn hræðilegt og af er látið? Ég lét mig loksins hafa í að klára þennan þátt, sem dúkkaði óvænt upp á youtube og aldrei að vita hvenær hann verður tekinn niður aftur svo ef ykkur langar til þess að kíkja á þennan fræga þátt, þá er um að gera að drífa í því. Persónulega fannst mér þetta ekki alveg jafn hræðilegt og hefur verið sagt, kannski vegna þess að ég sá að þetta var fyrst og fremst hugsað fyrir krakka, líka ef tekið er mið af tíðarandanum og það er hægt að hlæja að hversu hallærislegt og kjánalegt þetta er. Boba Fett kemur meira segja fyrir í teiknimynd og Svarthöfði kemur nokkrum sinnum fyrir, það er frekar svalt.

Þannig að horfið á þetta, ef þið horfið. 😉 Nei, nei bara ef ykkur langar að kíkja á þennan part af Star Wars sögunni sem endalaust verið að reyna eyða út. Fyrir utan reyndar að sumt úr þættinum er komið inn í nýja “canon” eins og til dæmis kemur fjölskylda Chewie fyrir í Aftermath, Life Debt bókinni. Spurning hvort að eitthvað fleira rati inn í nýja canon.

En nóg um það, gleðilega páska! Njótið hátíðarinnar!